Björgvin Fannar Björnsson er nýr liðsmaður á þjónustusviði Eignaumsjónar og hóf hann störf í byrjun þessa mánaðar.
Björgvin Fannar sinnir skjalavinnslu, s.s. flokkun, skönnun, vistun, fjölföldun og röðun skjala, ásamt öðrum tilfallandi störfum. Hann er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund og hóf í framhaldinu háskólanám en þurfti að hætta því vegna veikinda árið 2010. Þá hefur hann lagt stund á söngnám við Tónlistarskóla FÍH.
Björgvin Fannar hefur m.a. unnið hjá Velferðarráðuneytinu og Menntamálastofnun en síðastliðin þrjú ár starfaði hann hjá Bónstöð Björgvins.
Við bjóðum Björgvin Fannar velkominn í öflugan starfshóp Eignaumsjónar.