Logi Már Einarsson hefur verið ráðinn húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón og eru nú starfandi tveir iðnmenntaðir einstaklingar við húsumsjón til að mæta vaxandi eftirspurn hjá félaginu eftir faglegri þjónustu við eftirlit og umsjón með sameignum húsa og húsfélaga.
Logi Már er með sveinspróf í húsasmíði. Hann var slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í um áratug, rak eigið fyrirtæki í parketþónustu á þriðja áratug og starfaði við akstur og smíðar, áður en hann réðst til Eignaumsjónar.
HÚSUMSJÓN Eignaumsjónar er hagkvæm lausn fyrir hús- og rekstrarfélög í stað hefðbundinnar húsvörslu. Í stað húsvarðar í fullu starfi útvegar Eignaumsjón fagmann í hlutastarfi sem fer reglulega yfir ástand viðkomandi húseignar, gerir nauðsynlegar úrbætur, fylgist með orkunotkun og öðrum kerfum og búnaði eignarinnar, ásamt því að hafa reglulegt eftirlit með umhirðu og ástandi eignarinnar, innanhúss sem utan. Rík áhersla er lögð á góð samskipti og upplýsingflæði til stjórna hús- og rekstrarfélaga.