Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna COVID-19 verða aðeins 10 starfsmenn með viðveru á hverjum tíma á skrifstofu Eignaumsjónar frá deginum í dag að telja en annað starfsfólk sinnir sínum störfum í fjarvinnslu. Jafnframt hefur verið hert enn frekar á öllum öryggisráðstöfunum hjá Eignaumsjón, s.s. varðandi handþvott, sprittun og grímunotkun og hvatt er eindregið til þess að viðskiptavinir takmarki heimsóknir á skrifstofu fyrirtækisins eins og kostur er.
Með þessum ráðstöfunum er verið að reyna að tryggja enn betur en áður að dagleg starfsemi Eignaumsjónar geti haldist gangandi fyrir þau fjölmörgu hús- og rekstrarfélög sem eru í þjónustu hjá félaginu ef upp kæmi smit hjá fyrirtækinu, þó svo kappkostað sé að fylgja á hverjum tíma í öllu þeim sóttvarnartilmælum sem yfirvöld gefa út.
Takmörkum heimsóknir – nýtum aðrar samskiptaleiðir
Ekki er verið að halda hús- og aðalfundi á meðan hertar sóttvarnarreglur eru í gildi. Jafnframt er þess farið á leit við viðskiptavini Eignaumsjónar að þeir takmarki eins og hægt er heimsóknir í þjónustuver Eignaumsjónar og skrifstofu félagsins á Suðurlandsbraut 30. Áfram er tekið á móti gögnum á skrifstofutíma og þau afhent en við hvetjum eindregið til þess að allar almennar fyrirspurnir og samskipti fari fram með tölvupósti á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is. Það er einnig hægt að hafa samband við þjónustuverið í netspjalli á heimasíðunni, www.eignaumsjon.is, eða með því að hringja í síma 585-4800. Enn fremur skal áréttað að þeir sem svo kjósa geta skilað inn gögnum í póstkassa Eignaumsjónar, sem er við inngang á suðurhlið/bakhlið Suðurlandsbrautar 30.