• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Bílastuð
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Hagræðing í rekstri húsfélaga

Sep 25, 2015 | Fréttir

Rekstri húsfélags má í eðli sínu líkja við rekstur lítils fyrirtækis. Það þarf að halda vel utan um reksturinn og hafa gott utanumhald um allt það sem þar fer fram. Húsfélag samanstendur af mismunandi eigendum og mikilvægt að þeir séu öruggir um að haldið sé vel utan um rekstur og stjórnun húsfélagsins.

Það eru sífellt fleiri húsfélög sem sjá hagræði að því að láta Eignaumsjón sjá um húsfélagið sitt. Hagræði sem fellst ekki bara í rekstrarlegu hagræði þar sem Eignaumsjón sér um allt sem snýr að fjármálum, fundahaldi og þar með ákvarðanatöku og aðstoð við daglega þjónustu. Hagræði er ekki síst að finna í því öryggi sem húsfélögin finna þegar fagaðili kemur að öllu utanumhaldi.
Þekking og reynsla skipta þar sköpun en Eignaumsjón hefur þjónað húsfélögum í 15 ár. Við höfum á þeim tíma byggt upp öflugt umsjónarkerfi sem nýtist viðskiptavinum okkar. Samhliða er sífellt verið að leggja meiri áherslu á miðlun upplýsinga og efla þannig aðgang allra sem í húsfélaginu eru að upplýsingum.

Á þjónustuvefnum okkar, sem við köllum „Mínar síður” geta eigendur skráð sig inn og gengið að ýmsum upplýsingum og gögnum sem snúa að húsfélaginu. Í framtíðinni byggist þarna upp gagnaveita fyrir þau húsfélög sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón og geta eigendur því gengið að þessum gögnum vísum.

0
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús
  • Hádegisfundur um rafbíla og fjölbýlishús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800