• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Hitavaktin
  • AÐGANGSSTÝRINGAR
  • Íbúðaumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umboð fyrir Húsbókina
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Grímur Rúnar nýr húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón

Mar 20, 2020 | Fréttir

Grímur Rúnar Waagfjörð er nýr húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón .

Grímur Rúnar Waagfjörð hefur verið ráðinn húsumsjónarmaður hjá Eignaumsjón í stað Einars Snorrasonar sem hverfur til annarra starfa.

Grímur Rúnar er með sveinspróf í rafvirkjun og hefur unnið sem rafvirki í rúma fjóra áratugi, bæði við nýlagnir, viðhald, viðgerðir og umsjón rafbúnaðar, s.s. hjá fyrirtækjum og stofnunum eins og Hagvirki, Nýherja/Origo, Marel, Hrafnistu og Grund, áður en hann gekk til liðs við Eignaumsjón.

Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir faglegu eftirliti og umsjón með sameignum hús- og atvinnufélaga frá því að Eignaumsjón byrjaði að bjóða upp á þá þjónustu árið 2017. Um leið og við bjóðum Grím Rúnar velkominn til starfa þökkum við Einari Snorrasyni fyrir vel unnin störf á liðnum árum.

Húsumsjón Eignaumsjónar

Húsumsjón er þjónustuleið fyrir  hús- og atvinnufélög sem tryggir reglubundna umsjón með sameign fasteignar, lækkar viðhaldskostnað og tryggir að ástand viðkomandi eignar sé ávallt eins og best verður á kosið. Húsumsjón kemur í stað hefðbundinnar húsvörslu og fer þá fagmaður á vegum Eignaumsjónar reglulega yfir ástand viðkomandi húseignar. Hann fylgist með orkunotkun, öðrum kerfum og búnaði eignarinnar og gerir nauðsynlegar úrbætur, hefur eftirlit með umhirðu og ástandi sameignar, bæði innanhúss sem utan og kemur með ábendingar og tillögur um úrbætur til hússtjórnar. Rík áhersla er lögð á góð samskipti og upplýsingaflæði og er ítarleg skýrsla send eftir hverja heimsókn á stjórn viðkomandi félags.

0
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Samkomulag við Brák íbúðafélag um rekstrar- og leiguumsjón
  • Nýir starfsmenn á tæknisviði Eignaumsjónar
  • Vorfundur 2025 um þjónustuna og samstarfið
  • Eignaumsjón í hópi fyrirmyndafyrirtækja 2025 hjá VR
  • Eignaumsjón um allt land
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800