Eins og fram hefur komið þá hefur Eignaumsjón ákveðið að hætta að senda út greiðsluseðla í pósti til eigenda. Var þessi ákvörðun tekin með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi og til að lágmarka umhverfisáhrif vegna prentunar greiðsluseðla. Einnig er þetta gert með sparnað að leiðarljósi fyrir húsfélögin.
Samanlagt er um að ræða sparnað uppá 12 milljónir króna árlega sem viðskiptavinir Eignaumsjónar spara sér með póstburðargjöldum.
Þessi breyting hefur mælst vel fyrir hjá fasteignaeigendum og mikil og almenn ánægja með þetta skref.
Í framhaldinu höfum við nú lækkað þjónustugjald okkar samninga (sem gerður voru fyrir ágúst 2016) sem nemur póstsendingu greiðsluseðla.
Greiðsluseðlarnir eru nú aðgenglegir á „mínum síðum” þar sem eigendur geta skoðað húsgjaldaseðlana, greiðslusögu sína ásamt öðrum upplýsingum sem tengjast húsfélaginu.
Rétt er að benda á að ef íbúðaeigendur vilja fá greiðsluseðil fyrir húsgjöldum sendan heim þarf að senda okkur tölvupóst á tilkynningar@eignaumsjon.is eða hringja í síma 585-4800 og óska sérstaklega eftir því og þá greiða seðilgjald.