Við í Eignaumsjón erum oft spurð um hvort leyfilegt sé að halda önnur gæludýr en hunda og ketti í fjölbýlishúsum. Fyrir nokkru fjallaði kærunefnd fjöleignarhúsamála um hvort húsfundur gæti bannað eiganda að halda páfagauk í íbúð sinni í fjölbýlishúsi. Vildi nágranni meina að truflun og hávaði stafaði frá páfagauknum. Málið hafði verið tekið fyrir á húsfundi, þar sem skiptar skoðanir voru á málinu og ekki ljóst hverjar heimildir húsfélagsins væru. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að “algert bann við páfagauk í íbúð gagnaðila sé slík skerðing á umráða- og afnotarétti eiganda séreignar að því verði ekki við komið nema með samþykki allra eigenda.”
Það þýðir jú að sá eigandi sem á hlut að máli hefur neitunarvald.