Við hjá Eignaumsjón höfum undanfarið unnið að því í samráði við Ríkisskattsjóra (RSK) að útfæra fyrirkomulag við framtalningu á keyptri verktakavinnu húsfélaga til skatts.
Niðurstaðan er þessi:
Eignaumsjón sér um að sundurliða kostnað húsfélaga við aðkeypta verktakavinnu niður á einstaka eigendur / eignarhluta íbúðarhúsnæðis og sendir rafrænt til RSK. Starfsmenn RSK fullyrða að þessi sundurliðun berist sjálfkrafa inn á skattframtal viðkomandi eiganda þ.e. einstaklinga, þannig að þeir þurfi ekki að fylla þetta út sjálfir.