• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Fólkið okkar – Halla Mjöll

Jul 7, 2020 | Fréttir

Halla Mjöll Stefánsdóttir hefur starfað í þjónustuveri Eignaumsjónar í um tvö ár og líkar vel.

Halla Mjöll Stefánsdóttir er hluti af öflugu þjónustuteymi Eignaumsjónar og sinnir hinum ýmsu verkefnum, enda í mörg horn að líta hjá fyrirtækinu sem hefur verið brautryðjandi hérlendis í 20 ár í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög fasteigna.

Halla er Skagfirðingur, fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og starfaði m.a. sem sölu- og þjónustufulltrúi áður en hún hóf störf hjá Eignaumsjón.

Lifandi og krefjandi vinnustaður

„Ég hef starfað hér í tæp tvö ár, frá haustinu 2018 og líkar bara vel. Vinnustaðurinn er lifandi og skemmtilegur, enda konur í miklum meirihluta,“ segir Halla og hlær sínum smitandi hlátri, sem laðar alltaf fram brosið hjá vinnufélögum hennar í dagsins önn.

„Mín daglegu verkefni eru bæði fjölbreytileg og krefjandi. Við í þjónustuverinu skiptum á milli okkar að svara netspjalli og símtölum frá viðskiptavinum vegna hinna ýmsu mála sem leysa þarf svo fljótt sem auðið er. Skemmtilegast finnst mér að leysa úr flóknum verkefnum, í samstarfi við vinnufélagana og viðskiptavini.

Húsfélagayfirlýsingar og fundarstjórn

Ég sé líka um að gefa út yfirlýsingar húsfélaga vegna sölu á íbúðum og er þar af leiðandi í miklum samskiptum við hina ýmsu fasteignasala, sem lífgar nú oftar en ekki upp á daginn hjá mér,“ segir Halla, sem er að eðlisfari jákvæð og bætir við að þessi samskipti falli klárlega undir helstu áskoranir í starfi því sumir þeirra eigi til að vera ansi óþreyjufullir og ýtnir!

Halla er einnig í fundarstjórateymi Eignaumsjónar, sem annast fundarstjórn og -ritun á aðal- og húsfundum hjá þeim um 600 húsfélögum í atvinnu- og íbúðarhúsum sem eru í þjónustu hjá félaginu. „Fundavertíðin“ er frá áramótum til aprílloka en eins og í flestu öðru hefur kórónaveiran sett strik í reikninginn varðandi aðalfundi húsfélaga hjá Eignaumsjón. Enn er eftir að halda tæplega 100 fundi og er stefnt að því að taka upp þráðinn í fundarhöldum eftir sumarfrí.

Norður í land í sumarfríinu

Aðspurð um sumarfrí segist Halla ætla að njóta veðurblíðunnar norður í landi og ferðast einnig vítt og breitt um landið, eins og svo margir Íslendingar ætli að gera í sumar. „Mér finnst mjög gaman af því að kanna nýjar slóðir og spóka mig um í náttúrunni, hvort sem um er að ræða útihlaup eða fjallgöngur,“ en Halla fer reglulega í ræktina eða út að hlaupa til að hugsa um heilsuna.

„Útvist, ferðalög og íþróttir eru mín helstu áhugamál, ásamt eldamennsku og félagsstörfum, þannig að mér mun ekki leiðast í sumarfríinu!“

0
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Sjálfvirkur álestur og innheimta vegna hleðslukerfa rafbíla
  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800