• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Hitavaktin
  • AÐGANGSSTÝRINGAR
  • Íbúðaumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umboð fyrir Húsbókina
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Húsbókin – innskráning með Íslykli hættir í haust

Apr 22, 2024 | Fréttir

Tilkynnt hefur verið á vef Island.is að samhliða nýrri og endurbættri innskráningarþjónustu á vefnum hafi verið farið í útleiðingu á eldri innskráningarþjónustu ásamt Íslykli.

Lokað verður endanlega fyrir þjónustu með Íslykli 1. september nk., þegar ný innskráningarþjónusta tekur við. Hún verður bara fyrir stofnanir og sveitarfélög og því einungis í boði fyrir opinbera aðila að færa sig yfir í nýju þjónustuna.

„Þetta kallar á breytingar hjá okkur í Eignaumsjón í haust á innskráningu í Húsbókina. Íslykillinn, sem er mest notaður til innskráningar á Húsbókina í tengslum við rekstrarfélög atvinnuhúsa, dettur út en það verða áfram hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkum í snjallsíma en ekki í gegnum island.is,“ segir Sigurður Gauti Hauksson, sviðsstjóri tæknisviðs. Hann segir að byrjað sé að leita lausna sem geti komið í stað Íslykilsins og þegar þær liggja fyrir verða þær strax kynntar viðskiptavinum.

Nánari upplýsingar um lokun innskráningarþjónustu Island.is er að finna hér.

0
0
1
0
0
0
1
0

Recent Posts

  • Samkomulag við Brák íbúðafélag um rekstrar- og leiguumsjón
  • Nýir starfsmenn á tæknisviði Eignaumsjónar
  • Vorfundur 2025 um þjónustuna og samstarfið
  • Eignaumsjón í hópi fyrirmyndafyrirtækja 2025 hjá VR
  • Eignaumsjón um allt land
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800