Samkomubann hefur verið sett á vegna kórónaveirunnar í fjórar vikur frá miðnætti 15. mars 2020, eða aðfararnótt mánudags.
Eignaumsjón hefur ákveðið vegna almannaheilla og í anda þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til að fresta fyrirhuguðum aðalfundum hjá hús- og atvinnuhúsafélögum þar til samkomubanni stjórnvalda hefur verið aflétt.
Jafnframt er verið að skoða framkvæmd og fyrirkomulag aðalfunda sem hafa þegar verið dagsettir, í samstarfi við stjórnir viðkomandi félaga, með frestun í huga. Hafa formenn allra félaga sem boðuð voru á fund mánudaginn 15. mars nú samþykkt frestun fundar. Tilkynnt verður um niðurstöður varðandi aðra boðaði fundi jafnóðum og þau mál skýrast.
Dagleg starfsemi óbreytt en dregið úr heimsóknum
Önnur dagleg starfsemi Eignaumsjónar helst óbreytt. Kappkostað er að fylgja tilmælum Landlæknis um sóttvarnir vegna kórónaveirunnar og því eru viðskiptavinir hvattir til að takmarka heimsóknir á skrifstofu okkar á Suðurlandsbraut 30 eins og kostur er. Eftir sem áður er hægt að vera í daglegum samskiptum við þjónustuverið okkar; í síma 585 4800, með tölvupósti á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is og netspjalli á heimasíðu okkar, eignaumsjon.is.