• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Bílastuð
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Eignaskiptayfirlýsingar eru hornsteinn húsfélagaþjónustu

Jun 4, 2021 | Fréttir

Páll Þór Ármann, stoltur handhafi leyfisbréfs nr. 370 og forstöðumaður þjónustusviðs Eignaumsjónar.

Eignaskiptayfirlýsingar eru aðalheimildir um skiptingu fjölbýlishúsa í séreign og sameign og hornsteinn allrar kostnaðarskiptingar á milli eigenda húsfélaga ásamt fjöleignarhúsalögunum. Því er ánægjuefni að einn af starfsmönnum Eignaumsjónar er nú kominn með leyfisbréf frá félagsmálaráðuneytinu til að gera eignaskiptayfirlýsingar.

„Það hefur lengi staðið til hjá mér að afla þessara réttinda og vonandi styrkir þetta bara enn frekar starfsemi okkar, enda erum við alla daga að vinna með upplýsingar úr eignaskiptayfirlýsingum,“ segir Páll Þór Ármann, stoltur handhafi leyfisbréfs nr. 370 og forstöðumaður þjónustusviðs Eignaumsjónar.

Þarf að liggja fyrir í öllum fjöleignum

Samkvæmt fjöleignarhúsalögunum þarf að liggja fyrir eignaskiptayfirlýsing í öllum fjöleignum og hún er grundvöllur að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar. Hverjum séreignarhluta er lýst og tilgreint hvað honum fylgir sérstaklega. Einnig kemur fram hvaða hlutar húss eru í sameign og hvort sú sameign tilheyri öllum eigendum eða einungis sumum og þá hverjum. Þá er kveðið á um atriði eins og hlutfallstölur, kvaðir, réttindi til bílskúra, bílastæða og byggingar.

„Á grundvelli eignaskiptayfirlýsingar, sem er þinglýst, ganga eignarhlutar kaupum og sölum, eru veðsettir, kvaðabundnir, á þá lögð opinber gjöld, tilteknum kostnaði í húsinu skipt niður og segir til um vægi atkvæða á húsfundum,“ segir Páll.

Kemur í veg fyrir tafir og erfiðleika

„Ef eignaskiptayfirlýsing er ófullnægjandi, þarf að taka ákvörðun um að láta gera eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið,“ segir Páll og áréttar að nauðsynlegt sé að húsfélög í fjöleignarhúsum sem enn hafa ekki látið gera eignaskiptayfirlýsingu, eða þar sem eignaskiptasamningur er ófullnægjandi, ættu að huga að því að láta vinna nýja eignaskiptayfirlýsingu. Þannig megi koma í veg fyrir tafir og erfiðleika, jafnt í fasteignaviðskiptum sem umsjón og rekstri viðkomandi fjöleignarhúsa og húsfélaga.

1
0
2
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús
  • Hádegisfundur um rafbíla og fjölbýlishús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800