• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Betri kjör í krafti stærðarinnar

May 17, 2019 | Fréttir

Eignaumsjón er með samninga við fjölmarga þjónustuaðila og birgja sem geta skilað viðskiptavinum félagsins umtalsverðum afslætti, s.s. hjá ræsingafyrirtækjum, öryggisfyrirtækjum, orkusölufyrirtæki, lögfræðiþjónustu, iðnfyrirtækjum og fleiri þjónustufyrirtæki.

„Allt er þetta gert til að lækka kostnað og skila bæði húsfélögum og íbúunum sparnaði í daglegri þjónustu svo um munar í krafti markaðsstærðar okkar,“ segir Páll Þór Ármann, forstöðumaður þjónustusviðs Eignaumsjónar.

Af áhugverðum afsláttarkjörum má fyrst nefna samkomulag við HS Orku sem skilar föstum afslætti af smásöluverði raforku. Samningurinn er í boði fyrir sameignir í öllum húsfélögum sem nýta sér þjónustu Eignaumsjónar og íbúðaeigendur í fjöleignarhúsum í þjónustu hjá Eignaumsjón geta einnig fengið sömu afsláttarkjör á smáöluverði raforku fyrir sínar eignir. Þjónustusamningur við Securitas felur í sér bætt kjör og aukna þjónustu á sviði öryggismála fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar sem vilja nýta sér hann. Samningurinn nær m.a. til fjargæslu bruna- og innbrotakerfa, útkallsþjónusta, reglubundinnar skoðunar búnaðar, prófunar og viðhalds öryggisbúnaðar, slökkvitækjaþjónustu, tækniþjónustu og tæknilegrar ráðgjafar. Þá skilar þjónustusamningur við Lögborg lögfræðiþjónustu viðskiptavinum Eignaumsjónar fjórðungsafslætti frá verðskrá vegna lögfræðiaðstoðar í málum sem tengjast húsfélögum. Þar má nefna innheimtu húsfélags- og framkvæmdagjalda, ágreiningsmál innan húsfélaga, húsaleigumálum, samning við verktaka og mál vegna byggingargalla.

0
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Sjálfvirkur álestur og innheimta vegna hleðslukerfa rafbíla
  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800