• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Starfsfólk
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Bakað í boði Eignaumsjónar á Landakoti

Oct 29, 2019 | Fréttir

Hluti starfsfólks dagdeildar L0/L1, þær Edda, Guðný, Þórunn og Svava við ofninn góða, ásamt framkvæmdastjóra Eignaumsjónar, Daníel Árnasyni.

Dagdeild öldrunar á Landakoti fékk á dögunum afhentan færanlegan ofn með helluborði að gjöf frá Eignaumsjón.

„Ofninn kemur svo sannarlega að góðum notum og vakti mikla lukku þegar hann var tekinn í notkun, þegar ilmurinn  af bakstrinum breiddist út um deildina,“ segir Guðný Valgeirsdóttir, deildarstjóri á dag-, göngu- og samfélagsdeild L0/L1 , þar sem fer fram endurhæfing aldraðra sem geta nýtt sér meðferð á daginn en dvalið heima á kvöldin og um helgar.

Nýtist vel fyrir okkar starfsemi

„Markmið okkar er að aðstoða fólk við að viðhalda hæfni sinni og takast á við breytingar á heilsufari. Meðan á endurhæfingartímabilinu stendur koma þeir sem eru í prógramminu til okkar tvisvar til þrisvar í viku, í 4 til 5 tíma í senn. Fyrri hópurinn kemur  inn á morgnana og er fram yfir hádegi en seinni hópurinn kemur í hádeginu og er fram á daginn. Allir eru saman í mat í hádeginu og þá kemur  ofninn og helluborið sér vel. Næring er mikilvægur þáttur af meðferð sem fer fram á dagdeildarhluta.  Því nýtist þessi gjöf sérstaklega vel fyrir okkar starfsemi og kunnum  við Eignaumsjón bestu þakkir fyrir,“  bætir Guðný við.

Ánægjulegt að geta lagt lið

„Það er okkur ánægjuefni að hafa getað lagt dagdeildinni smá lið með þessum hætti,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar. „Við þekkjum það vel, eftir tveggja áratuga þjónustu við húsfélög, hversu mikilvægt það er fyrir eldri borgara að geta dvalið sem lengst á sínum heimilum og tökum því hattinn ofan fyrir dagdeild öldrunar á Landakoti og annarri sambærilegri starfsemi.“

0
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Sjálfvirkur álestur og innheimta vegna hleðslukerfa rafbíla
  • Yfir helmingi áætlaðra aðalfunda þegar lokið
  • Eignaumsjón komin með jafnlaunastaðfestingu Jafnréttisstofu
  • Yfirlýsing fra Eignaumsjón
  • Áhugaverður fundur um rafbíla og fjöleignarhús

Recent Comments

  • A WordPress Commenter on Hello world!
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800