Með því að kaupa vinnu iðnaðarmanna til viðhalds fasteigna geta eigendur lækkað skattstofn sinn ef viðkomandi vinna er talin fram og hludeild eignarinnar/eigandans er tilgreind í viðkomandi reikningi.
Eignaumsjón hefur átt fundi með skattyfirvöldum til að minnka og einfaldara vinnu við framtal sem fram þarf að fara af hálfu húsfélagsins. Ljóst er að skattyfirvöld eru að leggja umtalsverða vinnu á gjaldkera húsfélaga með reglum sem settar hafa verið um heimildir til lækkunar á skattstofni samhliða viðhaldi íbúðarhúsnæðis.
Starfsfólk Eignaumsjónar annast þessi mál fyrir mikinn fjölda húsfélaga.