Eitt af grunnverkefnum sem sinna þarf innan húsfélags er að halda aðalfund. Samkvæmt lögum um fjöleignahús ber að halda aðalfund húsfélaga á tímabilinu frá janúarbyrjun til aprílloka og því má segja að aðalfundatímabilið sé hafið.
Eitt af meginstoðum í rekstrarþjónustu Eignaumsjónar er undirbúningur og framkvæmd aðalfundarins. Það má því segja að þau húsfélög sem nýta sér þjónustu okkar eru í öruggum höndum þegar kemur að aðalfundinum, faglega er haldið utan um aðalfundinn og það sem þar er tekið fyrir og afgreitt.
Verkefni aðalfunda eru sérstaklega tilgreind í 61. grein laganna um fjöleignahús og því skýrt hvað taka skuli þar fyrir. Í grein sem finna má hér á heimasíðu okkar, Um aðalfundi, er ítarlega fjallað um aðalfundi húsfélaga.