Samningurinn nær til raforkunotkunar
í sameignum allra húsfélaga og rekstrarfélaga atvinnuhúsa sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón. Samkomulagið nær jafnframt til félagsmanna í viðkomandi hús- og rekstrarfélögum. Íbúðaeigendur í húsfélögum sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón geta einnig nýtt sér þessi afsláttarkjör fyrir sína séreign/ir.
- Stjórn hús- eða rekstrarfélags sem vill flytja raforkukaup sín til HS Orku þarf að senda staðfestingu þar um á netfangið thjonusta@eignaumsjon. Þjónustuver Eignaumsjónar gengur í framhaldinu frá flutningnum og sendir tilkynningu til HS Orku með nafni, kennitölu og heimilisfangi viðkomandi húsfélags eða rekstrarfélags.
- Eigendur eigna í rekstrar- og húsfélagi sem er í umsjón Eignaumsjónar geta skilað inn rafrænni beiðni beint til HS Orku með því að slá inn viðeigandi upplýsingar hér fyrir neðan.