Framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Skugga
Kristjana Lind Hilmarsdóttir
Ég hef alltaf átt mjög góð viðskipti við Eignaumsjón sem hefur alfarið séð um að stofna fyrir okkur húsfélög í þeim fjölbýlishúsum sem við höfum byggt. Allt utanumhald er sérlega gott, þau eru með heildarlausnir og klára málin alveg frá A til Ö. Þetta hefur því bara verið algerlega áhyggjulaust fyrir mig og mér finnst það alveg þess virði að kaupa þessa þjónustu, til að tryggja að þessi mál séu í lagi þegar við erum að afhenda eignir í nýjum húsum.
Fyrrverandi formaður rekstrarfélagsins Þórunnartún 2
Helga Sigrún Harðardóttir
Starfsemi húsfélagsins hafði legið í dvala og margt verið látið reka á reiðanum áður en Eignaumsjón kom sterk inn og hjálpaði okkur að koma rekstrinum í gott horf. Endurskipulagning gekk mjög vel og í framhaldinu hefur utanumhald utan um daglegan rekstur verið í föstum skorðum. Það er mín reynsla að starfsfólk Eignaumsjónar sé ætíð til staðar fyrir sína viðskiptavini, viðbragðstími vegna fyrirspurna og aðstoðar stuttur og gögn og upplýsingar ávallt til og aðgengilegar.
Fyrrverandi formaður húsfélagsins Skúlagata 40, 40a og 40b
Bjarni Ómar Jónsson
Við erum mjög sátt við þjónustuna hjá Eignaumsjón sem sér um fjármál og fundi fyrir okkur og útvegar þjónustu. Við völdum Eignaumsjón vegna reynslu og þekkingar þeirra og hefur samstarfið gengið eintaklega vel.
Formaður húsfélagsins Bólstaðarhlíð 45 og lóðarfélagsins Bólstaðarhlíð 41-45
Samstarfið hefur gengið vel og ég gæfi ekki kost á mér til formennsku ef húsfélögin nytu ekki þjónustu og stuðnings Eignaumsjónar. Eignaumsjón er heppin með starfsfólk og það er sama hver tekur við erindum, ég fæ alltaf úrlausn fljótt og vel. Þá er vel haldið utan um húsfélagsfundi og fundargögn, skipulag funda er gott og mál ganga hnökralaust fyrir sig. Vel er líka staðið að upplýsingagjöf og geta allir sett sig inn í mál í Húsbókinni, mínum síðum eigenda.
Formaður húsfélagsins Háaleitisbraut 68 – Austurver
Við höfum nýtt okkur þjónustu Eignaumsjónar undanfarin ár. Starfsfólk er til fyrirmyndar, bæði hvað varðar bókhald, sem og allra aðra þjónustu, þ. á m. aðalfundi húsfélagsins okkar. Liðlegheit og góð þjónustulund hefur einkennt öll samskipti okkar við starfsfólk Eignaumsjónar.
Formaður húsfélagsins Asparfell 2-12 (196 íbúðir í deildaskiptu félagi)
Birgitta Bóasdóttir
Því fylgir mikil ábyrgð að vera í stjórn í húsfélagi og því er mikið öryggi að vera í þjónustu hjá fyrirtæki eins og Eignaumsjón, sem sérhæfir sig í slíkum rekstri. Þjónustan er fagleg, aðalfundurinn í traustum höndum, rekstraráætlun er skýr og auðskiljanleg og allt starfsfólk alúðlegt og lausnamiðað. Íbúar eru vel upplýstir þar sem MÍNAR SÍÐUR eru frábær kostur. Stjórnin fær góðan stuðning við öll viðfangsefni. Við í Asparfelli 2-12 erum mjög ánægð með þjónustuna sem við fáum hjá Eignaumsjón.