Hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur eru nokkrir grafreitir sérstaklega fyrir duftker. Rétt er að benda á að duftker má jarða í eldri gröfum að fengnu leyfi vanda- og umsjónarmanna viðkomandi leiða. Við bestu aðstæður er hægt að jarðsetja allt að tíu duftker í eina gröf. Með því að jarða duftker í eldri leiðum er stuðlað að áframhaldandi nýtingu garðanna.
