Spurt og svarað

Hvað er innifalið í þjónustunni?

Eignaumsjón býður húsfélögum 3 mismunandi leiðri í þjónustunni allt eftir því hvers mikla þjónustu húsfélög vilja nýta sér. Þjónustuleið 1 snýr að öllu sem tengist fjármálum húsfélagsins, í þjónustuleið 2 þá bætist við að halda utan um aðalfundinn og í þjónustuleið 3 er útvegun þjónustu í gegnum þjónustuverið innifalin sem og ráðgjöf varðandi reksturinn. Nánar má finna hvað er innifalið í þjónustuleiðunum á heimasíðunni.

Hverjir geta tekið ákvörðun um framkvæmdir?

Ákvarðanir um framkvæmdir og viðhald sameignar eru jafnan teknar á húsfundum. Samhliða ákvörðun um viðhaldsframkvæmdir þarf einnig að huga að því hvernig húsfélagið hyggst fjármagna framkvæmdirnar og ákveða fyrirkomulag innheimtu fyrir framkvæmdunum.

Hvernig kemst ég inn á MÍNAR SÍÐUR?

Hægt er að skár sig inn með rafrænum skilríkjum eða með veflykli. Sjá nánar leiðbeiningar við innskráningu á MÍNAR SÍÐUR.

Hvernig er með samþykki reikninga sem húsfélagið greiðir?

Með sérstöku samþykktarkerfi er óskað eftir staðfestingu á greiðslu reikninga fyrir hönd húsfélagsins. Algengt er að formaður stjórnar eða stjórn staðfesti eða samþykki reikninga. Stjórn getur hins vegar ákveðið að hafa samþykktarferlið með öðrum hætti. Reikningar sem byggja á samningi eru greiddir en kallað er eftir samþykki fyrir greiðslu annarra reikninga.

Greiðsluseðillinn er ekki kominn í heimabankann minn, hvar sé ég hann?

Kröfur vegna húsgjalda og framkvæmdagjalda stofnast í heimabönkum greiðenda. Greiðsluseðlar birtast ekki í undir rafræn skjöl heimabankanum. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út í bréfpósti nema um slíkt sé beðið sérstaklega. Greiðsluseðlar eru aðgengilegir greiðendum á MÍNAR SÍÐUR á heimasíðu Eignaumsjónar.

Fara húsfélagskröfur sjálfkrafa í innheimtu ef vanskil verða?

Eitt af lykilatriðum í fjármálaþjónustunni okkar er örugg innheimta húsgjalda og vanskil ávallt meðhöndluð sjálfkrafa samkvæmt föstu innheimtuferli. Innheimtunni er fylgt eftir með áminningum og viðvörunum bréf- og símleiðis, ef ekki er greitt á réttum tíma skv. ákveðnu innheimtuferli. Ef ekkert gerist og engar greiðslur berast í þrjá mánuði frá eindaga fer málið í löginnheimtu. Húsgjöld og framkvæmdainnheimtur bera lögveð í eitt ár frá gjalddaga kröfunnar og því er mikilvægt að innheimtuferlinu sé fylgt eftir svo lögveð glatist ekki.

Hvar er hægt að sjá hverjir eru í stjórn húsfélagsins?

Upplýsingar um stjórn er að finna á MÍNUM SÍÐUM.

Á hverju byggjast kostnaðaráætlanir húsfélaga?

Kostnaðaráætlun byggir fyrst og fremst að rauntölum úr rekstri. Horft er til þess hvernig kostnaður hefur þróast síðustu mánuði og ár ásamt því að taka mið af verðlagshækkunum. Einnig kemur reynsla og þekking Eignaumsjónar, sem vinnur að áætlanagerð fyrir fjöldann allan af húsfélögum, að góðum notum. Mikilvægt er jafnframt að koma upplýsingum frá stjórn húsfélags inn í áætlanagerðina, m.a. ef ákveðin verkefni eru á döfinni svo hægt sé að áætla fyrir slíkum útgjöldum.

Hvar finn ég fundargerðir húsfélagsins?

Fundargerðir birtist á MÍNUM SÍÐUM. Það geta liðið nokkrir dagar frá fundi þar til fundargerð er aðgengileg.

Get ég fengið fundarboð í tölvupósti?

Hægt er að fá sent fundarboð í tölvupósti og hvetjum við eigendur til þess að nýta sér þann möguleika. Ef eigandi óskar eftir að fá fundarboð sent í tölvupósti vinsamlegast skráðu netfangið á MÍNAR SÍÐUR og staðfestu ósk um að nota það fyrir fundarboðun.

Hvernig ársreikningi er skilað?

Fyrir aðalfund ár hvert er unninn ársreikningur fyrir húsfélagið. Ársreikningurinn inniheldur rekstrarreikning með sundurliðun á hlutfallsskiptum og jafnskiptum rekstrargjöldum, efnahagsreikning og sundurliðanir ásamt rekstraruppgjöri í sumum tilvikum. Fært er viðskiptamannabókhald þar sem hver eign er í raun viðskiptamaður, enda eignin sem stendur skil á húsgjöldum til húsfélagsins. Ársreikningur er aðgengilegur á MÍNAR SÍÐUR fyrir aðalfund húsfélags.

Hvernig er gjöldum almennt skipt í jafnskipt eða hlutfallsskipt húsgjöld ?

Kostnaður húsfélaga er ýmist hlutfallsskiptur eða jafnskiptur kostnaður og byggir það á þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu hússins og lögum nr. 26/1994 um fjöleignahús. Meginreglan er hlutfallsskipting samkvæmt A-lið 45.gr. laganna en undantekningar tilteknar í B-lið sömu lagagreinar. Almennt til einföldunar má segja að framkvæmdir og hiti er hlutfallsskiptur kostnaður en almennur rekstur fellur alla jafna undir jafnskiptingu.

Hvað er innifalið í húsumsjón?

Húsumsjón felur í sér reglulegar eftirlitsferðir þar sem fylgst er með kerfum, þjónustuaðilum, umgengni og smærri viðhaldsverkefnum sinnt. Eða eins og einn viðskiptavina orðaði á skemmtilega hátt. „Húsumsjónin er eins og starf húsmóðurinnar að því leyti að það tekur enginn eftir því hvað er gert fyrr en þjónustunni er hætt.“

Hvaða gögn eru á MÍNAR SÍÐUR?

Á MÍNAR SÍÐUR, sem eru aðgengilegar á heimsíðunni geta viðskiptavinir nálgast helstu gögn síns húsfélags, s.s. fundargerðir, húsgjöld (greiðsluseðla og kröfusögu), tryggingar og ársreikninga o.fl. Stjórnarmenn geta séð daglega fjárhagsstöðu húsfélagsins, stöðu bankareikninga, útistandandi kröfur og stöðu innheimtukrafna.

Hvernig er eftirlitsferðum húsumsjónar háttað?

Tíðni eftirlitsferða er ákveðin í upphafi samnings. Vikulegar heimsóknir eru algengar. Í tengslum við eftirlitsferðir verður til skýrsla þar sem fram koma helstu aðgerðir og verkefni sem unnin hafa verið. Þessi skýrsla er aðgengileg stjórn húsfélagsins á MÍNAR SÍÐUR.

Hvernig er farið með endurgreiðslur á virðisauka/vsk-greiðslur?

Verkkaupi getur fengið endurgreiddan virðisaukaskatt af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, í takt við átakið „Allir vinna“ hjá Skattinum. Húsfélagið er verkkaupi og sækir Eignaumsjón um endurgreiðslu fyrir hönd húsfélaga jafnt og þétt yfir árið. Í stórum viðhaldsframkvæmdum getur endurgreiðslan oft á tíðum verið há upphæð en það ber þó að nefna að húsfélagið þarf að greiða reikning áður en hægt er að fá endurgreiðslu frá Skattinum. Það er því mikilvægt að fjármagna framkvæmdina að fullu og deila síðan út endurgreiðslunni, t.d. með framkvæmdauppgjöri í lok verks.