Rétti tíminn í viðhaldi fasteigna

Hvenær er “rétti tíminn” í viðhaldi fasteigna?

Það er því miður staðreynd að viðhaldi fasteigna á íslandi er víða mjög ábótavant og oftar en ekki er beðið of lengi með að framkvæma eðlilegt viðhald þeirra. Algengt er að til okkar komi húsfélög þar sem ástand fasteignar er orðið mjög slæmt, íslenska aðferðin hefur lengi verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir þangað til í óefni er komið með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglubundnu viðhaldi.

Skoða nánar...

Um tryggingar á vegum húsfélaga

Mikilvægt er að eigendur geri sér grein fyrir hvort fasteign viðkomandi er tryggð eða ekki. Á húsfundum húsfélaga er hægt að taka ákvarðanir um sameiginlega tryggingu eigenda, sem kallast húseigendatrygging eða fasteignatrygging. Ef samþykkt er að taka slíka tryggingu á löglega höldnum húsfundi skuldbindur það viðkomandi eiganda til þátttöku, en þó er etv. hægt í samráði við tryggingafélag að draga einstakar eignir útúr tryggingu.
Algengt er að eigendur rugli þeim saman við brunatryggingu eða innbústryggingar. Draga verður línu þar á milli.
 
Skoða nánar...

Lán til húsfélaga

Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um fjöleignarhús. Ég vil að Alþingi geri breytingar á lögunum til að auðvelda húsfélögum að taka lán vegna kostnaðarsamra viðhaldsframkvæmda og leysa þannig vanda fjölmargra efnaminni félagsmanna í húsfélögum.
Við hjá Eignaumsjón skynjum vel hversu fjárhagslegar aðstæður eigenda íbúða í fjölbýlishúsum eru misjafnar og geta þeirra til greiðslu skuldbindinga er mismikil. Því miður á hluti eigenda í hverju fjölbýlishúsi í verulegum fjárhagsvandræðum og gengur illa að greiða álögð framkvæmdagjöld. Taki húsfélag ákvörðun um kostnaðarsamar viðhaldsframkvæmdir geta þær byrðar, sem slíkri ákvörðun fylgja, sett fjárhagsplön viðkomandi eiganda í mikið uppnám – og þar með húsfélagsins líka!

Skoða nánar...

Umsagnir

 • Aðkoma Eignaumsjónar hefur komið stöðugleika á okkar litla húsfélag. Ákveðin formlegheit þeirra hafa gert það að verkum að stjórnin er nú starfhæf, unnið er eftir góðri rekstraráætlun og dagleg umsjón er í góðum farvegi.
  Skoða nánar
 • Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald,
  málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Það að fá Eignaumsjón til að sjá um
  húsfélagið hefur breytt öllu..
  Skoða nánar
 • Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar
  mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að
  gjaldkera..
  Skoða nánar
 • Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Hjá okkur var staðan ekki slæm, hússjóður í
  þokkalegum málum en nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt. Okkur
  fannst ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda..
  Skoða nánar
Copyright (c) Eignaumsjón hf 2014. Vefhönnun: VEFHEIMAR