Vel staðsett verslunar- og skrifstofuhúsnæði til leigu
Jarðhæðin á Suðurlandsbraut 30, þar sem Eignaumsjón var til húsa til skamms tíma, er laus til leigu strax. Um er að ræða gott verslunar-, þjónustu- og skrifstofurými ásamt rými í kjallara og sameign, samtals um 870 m².
Húsnæðið leigist út í heilu lagi en einnig er hægt að skipta því upp í 3-4 sérrými, eins og sjá má á meðfylgjandi teikningu. Eldhúsaðstaða er á jarðhæðinni og í kjallara er hjólageymsla fyrir alla húseignina, ásamt búningsklefum og sturtu.
Merkt bílastæði og stutt í Strætó
Jarðhæðinni fylgja 24 merkt bílastæði framan við húsið og aðgangur er einnig að sameiginlegum bílastæðum á bakóð. Greiðar almenningssamgöngur eru til og frá Suðurlandsbraut 30 og stoppistöðvar örstutt frá húsinu.
Hafðu samband!
Nánari upplýsingar um húsnæðið og leiguverð eru veittar í síma 895-0646. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið logborg@logborg.is