Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri fimmta árið í röð

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri fimmta árið í röð

Eignaumsjón hf. er í hópi 1.720 fyrirtækja á Íslandi sem eru á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2025. 

Að þessu sinni eru 2.6% fyrirtækja á Íslandi á lista yfir „Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri“ og er þetta í fimmta árið í röð sem Eignaumsjón er þar. Til að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar þurfa fyrirtækin að uppfylla eftirtalin skilyrði:

  • Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2024 og 2023 og rekstrarárið 2022 er einnig notað til viðmiðunar.
  • Fyrirtækin þurfa að hafa skilað jákvæðri afkomu á rekstrarárunum 2024 og 2023.
  • Tekjur fyrirtækja þurfa að hafa verið umfram 50 milljónir króna á rekstrarárunum 2024 og 2023.
  • Eignir fyrirtækja þurfa að hafa verið yfir 90 milljónir króna í lok áranna 2024 og 2023.
  • Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna.

Auk ofangreindra þátta er tekið tillit til annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.

Styrkleikamerki fyrir reksturinn

„Það er styrkleikmerki fyrir rekstur fyrirtækisins að vera á þessum lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, en í viðtali í sérblaði Viðskiptablaðsins um “Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri” árið 2025 kemur Daníel m.a. inn á að Eignaumsjón hafi verið í töluverðum umbreytingum sem hafi tekið í reksturinn, jafnframt því að starfsemin hafi verið efld á liðnum misserum. Hlekkur á viðtalið við Daníel er hér.