Eignaumsjón er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2024
Fjórða árið í röð er Eignaumsjón hf. í hópi þeirra fyrirtækja á Íslandi sem eru á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri.
Að þessu sinni eru 2.3% fyrirtækja á Íslandi fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri samkvæmt skilyrðum Keldunnar og Viðskiptablaðsins. Þar liggja rekstrarárin 2023 og 2022 til grundvallar en einnig er tekið tillit til rekstrarársins 2021. Helstu skilyrði eru að:
- Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
- Tekjur þurfa að hafa verið umfram 40 milljónir króna.
- Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
- Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
Auk ofangreindra þátta er sömuleiðis tekið tillit til ýmissa annarra þátta, sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.