Starfsfólk og skrifstofa Rekstrarumsjónar flytur í dag frá Bæjarhrauni 6 í Hafnarfirði að Suðurlandsbraut 30 í Reykjavík. Sameinuð skrifstofa tekur formlega til starfa á mánudaginn, 3. nóvember 2025.
Eins og fram hefur komið var gengið frá kaupum Eignaumsjónar á Rekstrarumsjón fyrr í haust. Að undanförnu hefur verið unnið ötullega að því að samþætta starfsemi félaganna.
Öflugur liðsauki
„Það er ánægjulegt að fá þau Anítu Evu, Brimrúnu, Bryndísi, Davíð Arnar, Guðjón Geir, Helgu Soffíu, Hrafnhildi og Tinnu til liðs með okkur og bjóðum við þau hjartanlega velkomin,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar.
„Við hlökkum til að koma til liðs við Eignaumsjón og sinna áfram þar okkar góðu viðskiptavinum, sem og öðrum spennandi verkefnum,“ segja þær Helga Soffía og Hrafnhildur Guðjónsdætur, framkvæmdastjórar hjá Rekstrarumsjón. „Það er von okkar að þessi sameining félaganna gangi hratt og vel fyrir sig og verði öllum til hagsbóta.“
Hafa samband
Fyrst í stað verður hægt að hringja áfram í símanúmer Rekstrarumsjónar, 571-6770 og senda tölvupóst á netfangið umsjon@rekstrarumsjon.is. Unnið er að því að koma öllum gögnum og upplýsingum frá Rekstrarumsjón inn í verkumsjónarkerfi og vinnuferla Eignaumsjónar, þ. á m. inn í Húsbókina, mínar síður eigenda.
Jafnframt er hægt að vera í sambandi við Þjónustuver Eignaumsjónar á Suðurlandsbraut 30, sem er opið kl. 9-16 mánudaga til fimmtudaga og kl. 9-15 á föstudögum. Tekið er við erindum og fyrirspurnum í síma 585-4800, á netfanginu thjonusta@eignaumsjon.is og í netspjalli á www.eignaumsjon.is.