Þjónustuleið A1
Umsjón með bókhaldi og fjármálum rekstrarfélags, þ.m.t. innheimtu, greiðslu reikninga, færslu bókhalds, gerð ársreiknings og undirbúnings fyrir aðalfund.
Vanda þarf til verka við rekstur atvinnuhúsnæðis eins og annarra fjöleignarhúsa. Eignaumsjón býður eigendum og leigjendum umsjón rekstrar- og húsfélaga í atvinnuhúsnæði. Þjónusta Eignaumsjónar byggir á áralangri reynslu, hlutleysi og faglegri aðkomu við allan rekstur, stjórnun og samskipti eigenda og leigjenda.
Rekstrarfélög geta verið með ýmsu sniði, félög um rekstur sameignar og snúa eingöngu að notendum/leigjendum húsnæðis, félög sem snúa bæði að eigendum og notendum og síðan rekstrarfélög og húsfélög sem eingöngu snúa að eigendum í atvinnuhúsnæði.
Umsjón rekstrarfélaga og félaga í atvinnuhúsnæði er með svipuðu sniði og með umsjón almennra húsafélaga. Eignaumsjón sér um innheimtu, greiðslur reikninga og bókhald rekstrarfélagsins og gerir ársreikning. Einnig veitir Eignaumsjón ráðgjöf þegar vafa- og deilumál koma upp og þá getur skipt sköpum að hafa hlutlausan aðila við lausn slíkra mála.
Síðast en ekki síst sér Eignaumsjón um aðalfundi félagsins, undirbúning, fundarboð, fundarstjórn og frágang funda með fundargerð.
Í boði eru tvær mismunandi þjónustuleiðir í rekstri rekstrarfélaga.
Á „mínum síðum“ Eignaumsjónar geta viðskiptavinir nálgast helstu gögn síns húsfélags: Samþykktir, fundargerðir, sína greiðsluseðla og kröfusögu, tryggingar, ársreikninga og húsgjöld.
Stjórnarmenn geta séð daglega fjárhagsstöðu húsfélagsins, stöðu bankareikninga, útistandandi kröfur og stöðu innheimtukrafna.