Mikil eftirspurn er eftir Húsumsjónarþjónustu Eignaumsjónar. Allir sem þekkja rekstur húsfélaga vita að þörf er á reglubundnu eftirliti með umhirðu og ástandi sameignar, innanhúss sem utan. Húsumsjón kemur í stað hefðbundinnar húsvörslu og er hagkvæm og skynsamleg lausn fyrir bæði húsfélög og rekstrarfélög.
Í stað húsvarðar í fullu starfi útvegar Eignaumsjón þjónustu fagmanns í hlutastarfi, með tilheyrandi sparnaði. Hann fer reglulega yfir ástand húseignarinnar, gerir nauðsynlegar úrbætur og fylgist með orkunotkun sem og öðrum kerfum og búnaði eignarinnar, sem þarf að vera í góðu lagi.
Helstu verk sem Húsumsjón sinnir
- Eftirlit með kerfum og búnaði: Reglubundið eftirlit með ræstingu, sorphirðu, snjóbræðslukerfum, öryggis- og aðgangskerfum, loftræstingu og álestri sameiginlegra mæla.
- Ábendingar og tillögur: Greining á þörf fyrir aðgerðir eins og sótthreinsun sorpgeymslu, teppahreinsun í sameign, málun sameignar eða bílastæða, þrif á bílageymslu og gluggum og athugun á vatnshita.
- Umsjón og eftirlit með sameign: Eftirlit með umgengni á lóð og í sameign, ástandi sorpgeymslu og notkun bílastæða.
- Brunavarnir: Eftirlit með slökkvitækjum, lýsingu, reykskynjurum og brunastöðum í sameign.
- Viðhald og umhirða: Athugun á lýsingu, neyðarlýsingu, húsbúnaði og umgengni um lóð og sameign.
Með því að sinna þessum verkum reglulega hjálpar Húsumsjón til við að fyrirbyggja stærri vandamál sem dregur úr heildarviðhaldskostnaði fasteignarinnar. Þetta stuðlar líka að betra ástandi eignarinnar og eykur öryggi og vellíðan fyrir alla íbúa.
Nánari upplýsingar um Húsumsjón er að finna hér.