• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Hitavaktin
  • AÐGANGSSTÝRINGAR
  • Íbúðaumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umboð fyrir Húsbókina
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Orkureiturinn – 436 íbúða byggð rís miðsvæðis í Reykjavík

Jul 4, 2025 | Fréttir

Uppbygging Orkureitsins við Suðurlandsbraut gengur vel og eru íbúar þegar fluttir inn í Dalsmúla 1-3, sem sést hér fyrir miðri mynd. Fyrirtæki eru einnig að koma sér fyrir í gamla Orkuhúsinu, á miðri myndinni og jákvætt að sjá að það er búið að standsetja lóðina næst þessum húsum, þó svo að framkvæmdir séu í fullum gangi á öðrum hlutum Orkureitsins. Mynd: -áþj

Rífandi gangur er í uppbyggingu Orkureitsins við Suðurlandsbraut þar sem er að rísa ný 436 íbúða byggð rétt við Laugardalinn. Svæðið er jafnframt í miðpunkti fjölbreyttrar verslunar og þjónustu og gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi Borgarlínu muni fara þar fram hjá.

Uppbyggingu Orkureitsins er skipt upp í fjóra megináfanga og er uppbyggingu fyrsta áfangans, 68 íbúða í húsi A við Dalsmúla 1-3, þegar lokið og voru fyrstu íbúðirnar afhentar eigendum haustið 2024. Þá eru framkvæmdir  við annan áfanga, byggingu 133 íbúða í húsi D við Suðurlandsbraut og Grensásveg, vel á veg komnar. Þær eignir eru þegar komnar í sölu og áformað að byrja að afhenda íbúðir haustið 2025. Tveir aðrir áfangar, hús B og C, bætast við á næstu árum en áætlað er að afhenda íbúðir í húsi B haustið 2026 og haustið 2027 í lokaáfanganum, húsi C.

Svansvottun og BREEAM-umhverfisvottun

Íbúðirnar á Orkureitnum eru af ýmsum stærðum og henta bæði einstaklingum og fjölskyldum. Stórt bílastæðahús verður tengt öllum byggingunum neðanjarðar og í Orkuhúsinu sjálfu, sem staðsett er miðsvæðis á reitnum er 4.600 m² atvinnuhúsnæði sem er þegar búið að leigja út. Á jarðhæðum íbúðarhúsanna verða einnig verslunar- og þjónusturými með fjölbreyttum rekstri.

SAFÍR byggingar annast framkvæmdina á Orkureitnum, sem er fyrsti íbúðareitur á Íslandi sem hlýtur alþjóðlegu umhverfisvottunina BREEAM Excellent.

„Orkureiturinn á að vera góður staður að búa á. Áhersla er lögð á að íbúðir séu bjartar með góðum loftgæðum og vönduðum og umhverfisprófuðum byggingarefnum auk þess að lóðin sé falleg og þjónusti íbúana vel,“ segir m.a. annars á heimasíðu verkefnisins. Þar kemur líka fram að stefnt sé að því að íbúðirnar á Orkureitnum verði Svansvottaðar.

Sameiginlegt lóðarfélag og deildaskipt húsfélög

„Við vorum í samskiptum við Safír um undirbúning samþykkta og útfærslu stofnunar húsfélaga og samþykkta, nokkru áður en byggingarframkvæmdir hófust, með það að markmiði að móta bæði gott og farsælt samfélag á byggingarreitnum,“ segir Páll Þór Ármann, sem til fjölda ára hefur annast stofnun og innleiðingu nýrra húsfélaga hjá Eignaumsjón.

„Í nýjum og stærri fjölbýlishúsum leggjum við alla jafnan til að stofna deildaskipt heildarhúsfélag til að halda utan um fasteignir, sem samkvæmt skilgreiningu fjöleignarhúsalaga og eignaskiptalýsingu eru eitt hús og mynda þannig saman eitt húsfélag. En vegna fjölbreytni og umfangs uppbyggingarinnar á Orkureitnum var hins vegar lokaniðurstaðan þar að stofna deildaskipt húsfélag fyrir hvert nýju húsanna og tengja þau félög síðan saman, ásamt  bílakjallaranum og Orkuhúsinu, í sameiginlegu lóðarfélagi fyrir allan Orkureitinn.“ Páll áréttar að í samþykktum félaganna sé öll starfsemi sem tengist húsfélögunum römmuð inn með skýrum samþykktum og uppgjörsreglum, bæði fyrir lóðarfélagið og  hvert húsfélag á reitnum.

„Íbúar eru fluttir inn í fyrsta húsið á Orkureitnum, Dalsmúla 1-3, sem er blandað húsnæði með íbúðum og verslunarrými vestast á reitnum við samnefnda nýja götu sem tengir saman Suðurlandsbraut og Ármúla. Þar er húsfélag, sem er í þjónustu hjá okkur, tekið til starfa og heldur utan um daglegan rekstur sameignarinnar,“ segir Páll og bætir við að lóðarfélagið fyrir Orkureitinn hafi einnig tekið nýlega til starfa.

„Það er jákvætt að sjá hversu mikil áhersla er lögð á að standsetja strax lóðina í kringum Dalsmúlann og gamla Orkuhúsið, þó svo framkvæmdir séu í fullum gangi á örðum hlutum byggingarreitsins,“ segir Páll að lokum.

0
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Orkureiturinn – 436 íbúða byggð rís miðsvæðis í Reykjavík
  • Er hjólageymslan hausverkur?
  • Samkomulag við Brák íbúðafélag um rekstrar- og leiguumsjón
  • Nýir starfsmenn á tæknisviði Eignaumsjónar
  • Vorfundur 2025 um þjónustuna og samstarfið
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800