Þrír nýir starfsmenn komu til liðs við Eignaumsjón í sumar til að styrkja starfsemina og mæta sívaxandi umsvifum í starfsemi fyrirtækisins. Þetta eru þjónustufulltrúarnir Brynja Agnarsdóttir, Eydís Rut Ómarsdóttir og Guðrún Hjartardóttir.

Guðrún er kennaramenntuð, með B.ed próf frá Háskólanum á Akureyri, viðbótardiplómu í faggreinakennslu frá Háskóla Ísland og stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund. Guðrún starfaði sem kennari við Rimaskóla áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón og þar áður Ingunnarskóla og Flataskóla. Um tíma starfaði Guðrún einnig við greiðsluþjónustu hjá 365 miðlum.

Eydís vann sem vaktstjóri hjá VON Mathús áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón. Hún hefur einnig starfað sem sölumaður hjá Innnes og sem þjónustufulltrúi við móttöku og reikningsgerð hjá ráðstefnudeild Hilton Reykjavík Nordica. Eydís er með alþjóðlegt stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og diplómu af textílbraut Myndlistaskólans í Reykjavík.

Brynja er með áratuga reynslu í þjónustu við viðskiptavini og starfaði lengst af sem birtingastjóri hjá Mediacom og þjónustufulltrúi hjá 356 miðlum. Hún hefur einnig unnið við móttökustörf í Húsi atvinnulífsins, Logoflex og Mountaineers of Iceland. Brynja er með stúdentspróf af viðskiptabraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Um Eignaumsjón

Eignaumsjón býr að 25 ára þekkingu og reynslu í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis. Félagið þjónar í dag  á annað þúsund hús- og rekstrarfélögum með yfir 28.000 íbúðum/eignum. Áhersla er lögð á hlutlausa nálgun, öryggi, gæðamál og skýra verkferla til að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og auðvelda störf stjórna.