Húsumsjón
Húsvörður í hlutastarfi sem hentar þinni eign
Eignaumsjón er leiðandi í rekstri húsfélaga á Íslandi og við höfum lagt metnað okkar í að veita viðskiptavinum okkar trausta, persónulega og faglega þjónustu frá því við tókum til starfa fyrir 16 árum.
Það nýjasta sem við bjóðum upp á er HÚSUMSJÓN – hagnýt lausn við eftirlit og umsjón með sameign húsa og húsfélaga.
Allir sem þekkja rekstur húsfélaga vita að þörf er á reglubundnu eftirliti með daglegri umhirðu og ástandi sameignar, innanhúss sem utan. Með reglulegri húsumsjón má lækka viðhaldskostnað og tryggja að ástand fasteigna sé eins og best verður á kosið
HÚSUMSJÓN Eignaumsjónar kemur í stað hefðbundinnar húsvörslu og er hagkvæm og skynsamleg lausn fyrir fjölda húsfélaga og rekstrarfélaga. Í stað húsvarðar í fullu starfi útvegum við ykkur þjónustu fagmanns í hlutastarfi, með tilheyrandi sparnaði. Hann fer reglulega yfir ástand húseignarinnar, gerir nauðsynlegar úrbætur og fylgist með orkunotkun í húsinu ykkar sem og öðrum kerfum og búnaði eignarinnar sem þarf að vera í góðu lagi.