Starfsfólk Eignaumsjónar óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra páska.

Skrifstofa félagsins er lokuð frá skírdegi til og með annars í páskum. Hún er opin í næstu viku á hefðbundum skrifstofutíma þriðjudaginn 22. apríl og miðvikudaginn 23. apríl, en lokuð fimmtudaginn 24. apríl, á Sumardaginn fyrsta, sem einnig er kallaður „Yngismeyjardagur“ og er fyrsti dagur Hörpu í gamla tímatalinu.

Föstudaginn 25. apríl er skrifstofa okkar opin á hefðbundum opnunartíma á milli kl. 9-15. Aðra virka daga er opið á milli kl. 9-16.

Við minnum líka á að hægt er að senda tölvupóst á þjónustuver Eignaumsjónar á netfangið thjonusta@eignaumsjon.is. Þau sem það kjósa geta líka skilað inn gögnum í póstkassa Eignaumsjónar við inngang á suðurhlið/bakhlið Suðurlandsbrautar 30.