• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Hitavaktin
  • AÐGANGSSTÝRINGAR
  • Íbúðaumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umboð fyrir Húsbókina
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Eitt deildaskipt húsfélag í sex húsum við Lambamýri á Álftanesi

Feb 28, 2025 | Fréttir

Tölvumynd af Lambamýri 1-6 af vef Þingvangs.

Fimm ár eru um þessar mundir frá því að fyrstu lóðirnar voru auglýstar til sölu í Breiðumýri, sem er miðsvæðis á Álftanesi, en þar eiga að rísa vel á þriðja hundrað íbúðir við göturnar Grásteinsmýri, Hestamýri og Lambamýri.

Byggingafélagið Þingvangur hefur nú lokið framkvæmdum að mestu við sex fjölbýlishús sem standa á sameiginlegri lóð við Lambamýri 1-6 og eru með sameiginlegan bílakjallara og bílastæði. Hönnuðir húsanna eru Arkþing Nordic arkitektar.

Alls eru 84 íbúðir í húsunum og er þegar flutt inn í margar þeirra. Gert er ráð fyrir verslunarrekstri og þjónustu á jarðhæðum tveggja húsanna og þar mun annars vegar vera horft til reksturs matvöruverslunar og hins vegar þjónustu fyrir aldraða á vegum Garðabæjar.

Ein samfélagsleg heild

„Það var ánægjulegt að koma að stofnun húsfélags fyrir þessi nýju fjölbýlishús á Álftanesinu,“ segir Hallur Guðjónsson, sölufulltrúi hjá Eignaumsjón, en heildarskipulag svæðisins miðar að því að nýja byggðin verði í sem bestu samræmi við umhverfið og taki mið af hugmyndum um Álftanes sem „sveit í borg“.

„Umhverfi er friðsælt og húsin mynda eina samfélagslega heild á sameiginlegri lóð með bílastæðum og bílakjallara, enda eru þau skilgreind sem eitt mannvirki með sjö matshlutum í eignaskiptasamningi. Það lá því beint við að stofna þar deildaskipt heildarhúsfélag fyrir alla matshlutana. Húsfélagið samanstendur af 86 eignarhlutum (84 íbúðir og 2 atvinnubil) sem eiga og lóðina og bílakjallarann sem er með beinu aðgengi inn í öll húsin,“ útskýrir Hallur.

Fjármál og fundir

Húsfélagið var stofnað vorið 2024 þegar byrjað var að afhenda íbúðir í þeim matshlutum sem voru fyrst tilbúnir. Fleiri matshlutar bættust svo við, eftir því sem framkvæmdum miðaði áfram og nú er starfsemi húsfélagsins komin í fulla virkni.

Húsfélagið Lambamýri 1-6 er í þjónustuleið Þ-2 hjá Eignaumsjón. Í því felst m.a. umsjón með fjármálum húsfélagsins, bæði innheimtu og greiðslu reikninga, færslu bókhalds og gerð rekstrar-, efnahags- og ársreikninga. Þjónustuleið Þ-2 felur líka í sér undirbúning aðalfunda með stjórn húsfélags, fundarstjórn og -ritun, ásamt gerð kostnaðar- og húsgjaldaáætlana þar sem rétt skipting húsgjalda samkvæmt lögum um fjöleignarhús er tryggð.

1
0
0
0
0
0
2
0

Recent Posts

  • Samkomulag við Brák íbúðafélag um rekstrar- og leiguumsjón
  • Nýir starfsmenn á tæknisviði Eignaumsjónar
  • Vorfundur 2025 um þjónustuna og samstarfið
  • Eignaumsjón í hópi fyrirmyndafyrirtækja 2025 hjá VR
  • Eignaumsjón um allt land
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800