• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Hitavaktin
  • AÐGANGSSTÝRINGAR
  • Íbúðaumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umboð fyrir Húsbókina
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Eignaumsjón í hópi fyrirmyndafyrirtækja 2025 hjá VR

May 16, 2025 | Fréttir

Jóhanna Birgisdóttir, gjaldkeri og trúnaðarmaður VR, tók við viðurkenningunni fyrir hönd Eignaumsjónar úr hendi Höllu Gunnarsdóttur, formanns VR, í Hörpu í gær.

Eignaumsjón er í hópi 15 meðalstórra fyrirtækja sem hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 í könnun VR um fyrirtæki ársins, en úrslitin voru kynnt í fjölmennri móttöku í Hörpu gær.

Alls fengu 45 fyrirtæki í þremur stærðarflokkum viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 og þar af fengu þrjú efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki nafnbótina Fyrirtæki ársins 2025. Þá fékk eitt fyrirtæki í hverjum flokki nafnbótina Fjölskylduvænstu fyrirtækin 2025. Sömuleiðis var einu fyrirtæki í hverjum flokki veitt Fræðsluviðurkenning VR, sem byggir á viðhorfi starfsfólks til sí- og endurmenntunarmála innan fyrirtækisins og tækifæra til starfsþróunar.

Það var Jóhanna Birgisdóttir, gjaldkeri og trúnaðarmaður VR, sem veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Eignaumsjónar. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, afhentu viðurkenningarnar.

Hvatning til að gera enn betur

„Ég er afskaplega stoltur yfir þessum árangri og mér er efst í huga þakklæti til starfsfólksins fyrir jákvætt viðhorf til fyrirtækisins. Það er jafnframt ljóst að hægt er að gera enn betur og að því stefnum við ótrauð,“ sagði Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, eftir  afhendingu viðurkenningarinnar í Hörpu í gær.

„Könnunin segir okkur ekki bara hvar við höfum verið að standa okkur vel, heldur líka hvar þarf að gera betur, jafnframt því að veita okkur mikilvæga innsýn í hver staða okkar er samanborið við önnur fyrirtæki á vinnumarkaði,“ bætti framkvæmdastjórinn við.

Nánari upplýsingarnar um könnunina og niðurstöður hennar er að finna hér.

1
0
0
0
0
0
0
0

Recent Posts

  • Samkomulag við Brák íbúðafélag um rekstrar- og leiguumsjón
  • Nýir starfsmenn á tæknisviði Eignaumsjónar
  • Vorfundur 2025 um þjónustuna og samstarfið
  • Eignaumsjón í hópi fyrirmyndafyrirtækja 2025 hjá VR
  • Eignaumsjón um allt land
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800