• Facebook
  • Instagram
  • Húsbókin
  • Húsbókin
Eignaumsjon
  • Húsfélög
  • Atvinnuhúsnæði
  • Leigufélög
  • Húsumsjón
  • Hitavaktin
  • AÐGANGSSTÝRINGAR
  • Íbúðaumsjón
  • Rafbílahleðsla
  • Um okkur
    • Mannauður
    • Hafa samband
    • Húsbók Eignaumsjónar
    • Umboð fyrir Húsbókina
    • Umhverfisáherslur
    • Persónuvernd og skilmálar
    • Spurningar og svör
    • Fundarsalir til leigu
  • Fréttir
    • Greinar
    • Myndbönd
Select Page

Eignaumsjón flytur upp á 2. hæð á Suðurlandsbraut 30

Aug 16, 2024 | Fréttir

Flutningar á skrifstofu- og fundaraðstöðu Eignaumsjónar standa fyrir dyrum af jarðhæðinni á Suðurlandsbraut 30 upp á 2. hæð hússins. Mynd: -áþj

Flutningar á skrifstofu- og fundaraðstöðu Eignaumsjónar standa nú fyrir dyrum af jarðhæðinni á Suðurlandsbraut 30 upp á 2. hæð hússins. Standsetning húsnæðisins er vel á veg komin og áætlað að flytja fljótlega í september.

„Það má segja að stöðugur vöxtur félagsins undanfarin misseri, nú síðast kaupin á starfsemi Fjöleigna fyrr í sumar, hafi endanlega sprengt utan af okkur húsnæðið á jarðhæðinni,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar og því hafi verið tímabært að færa starfsemina um set.

Bætt aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsfólk

Húsnæðið á 2. hæð verður sniðið að starfsemi Eignaumsjónar með þægindi starfsfólks og viðskiptavina í huga. Má þar sértaklega nefna vel útbúna fundaraðstöðu í bakhúsinu. Þar verða fimm fundarsalir fyrir aðalfundi húsfélaga; þrír salir fyrir allt að 25 gesti og tveir fyrir allt að 60 gesti, sem hægt verður að breyta í 120 gesta sal sem hentar þá fyrir fundi stórra húsfélaga.

„Við viljum bæta fundaraðstöðuna hjá okkur því við finnum að það mælist vel fyrir hjá okkar viðskiptavinum að hafa aðgang að slíkri aðstöðu. Aðgengi, bæði að skrifstofu og fundarsölum verður líka eins og best verður á kosið. Hér er einnig gott framboð af bílastæðum og almenningssamgöngur eru góðar með stoppistöð framan við húsið,“ segir Daníel.

„Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar í nýju og glæsilegu húsnæði innan tíðar. Við erum líka spennt að sjá hverjir verða nágrannar okkar á jarðhæðinni, þar sem við höfum unað okkur vel síðustu níu árin.“

2
0
0
0
2
0
2
0

Recent Posts

  • Samkomulag við Brák íbúðafélag um rekstrar- og leiguumsjón
  • Nýir starfsmenn á tæknisviði Eignaumsjónar
  • Vorfundur 2025 um þjónustuna og samstarfið
  • Eignaumsjón í hópi fyrirmyndafyrirtækja 2025 hjá VR
  • Eignaumsjón um allt land
Eignaumsjón | Suðurlandsbraut 30 | Sími 585 4800