Entries by Kolbeinn

Vel heppnaður vorfundur Eignaumsjónar

Eignaumsjón stóð á dögunum fyrir vel sóttum vorfundi um stöðuna á fasteignamarkaðinum og framtíðarþróun í stjórn og umsjá fjölbýlishúsa þar sem ræðumenn voru Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans og Pál Þór Ármann, forstöðumaður þjónustusviðs Eignaumsjónar. Í erindi sínu fór Ari yfir stöðuna á fasteignamarkaði og sagði hann verð fasteigna hafa aukist mjög á síðustu […]

Þjónustusamningur við Securitas

Eignaumsjón hf. og öryggisfyrirtækið Securitas hf. hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér bætt kjör og aukna þjónustu á sviði öryggismála til viðskiptavina Eignaumsjónar. Þjónusta sem samningurinn nær til er m.a. fjargæsla brunakerfa og innbrotakerfa, útkallsþjónusta, reglubundin skoðun búnaðar, prófun og viðhald öryggisbúnaðar, slökkvitækjaþjónusta tækniþjónustu og tæknileg ráðgjöf. Við hjá Eignaumsjón bindum miklar […]

Þjónustusamningur við Lögborg

Eignaumsjón hf. og lögfræðistofan Lögborg ehf. hafa gert með sér þjónustusamning um að Lögborg annist lögfræðiþjónustu til viðskiptavina Eignaumsjónar. Lögborg mun því framvegis veita viðskiptavinum Eignaumsjónar lögfræðiaðstoð í málum sem tengjast húsfélögum og rekstrarfélögum um fasteignir. Helstu verkefni sem koma til kasta lögfræðiþjónustunnar tengjast innheimtu húsfélags- og framkvæmdagjalda, ágreiningsmálum innan húsfélaga, húsaleigumálum, fasteignakaupum, samningum við […]

,

Fjöleignarhús og hleðsla rafmagnsbíla

Undanfarin misseri hefur rafmagnsbílum fjölgað mjög hér á landi og allt útlit er fyrir að þessi rafbílavæðing þjóðfélagsins muni ganga enn hraðar fyrir sig á næstunni, samfara uppsetningu hraðhleðslustöðva um allt land og batnandi hag almennings. Á meðan hlutfall rafmagnsbíla er vel innan við 10% af heildarbílaflotanum má segja að vandamál við hleðslu þeirra í […]

,

Um viðhald fasteigna og húsbók fjölbýlishúsa

Mikil verðmæti eru fólgin í fasteignum landsmanna sem sést m.a. af því að í árslok 2016 nam verðmæti vátryggðra fasteigna hjá Viðlagatryggingu Íslands 8.015 milljörðum króna. Til að tryggja að verðmæti fasteigna rýrni ekki þarf að sinna viðhaldi þeirra vel og skipulega en þar er því miður víða pottur brotinn hérlendis. Eins og nýleg dæmi […]

Eignaumsjón semur við HS Orku um afsláttarkjör á raforku fyrir viðskiptavini sína

Eignaumsjón og HS Orka hafa gert með sér samkomulag um raforkuviðskipti sem skilar viðskiptavinum Eignaumsjónar föstum afslætti af smásöluverði við kaup á raforku frá HS Orku. Samningurinn, sem hefur þegar tekið gildi, nær til raforkunotkunar í sameignum allra húsfélaga sem nýta sér þjónustu Eignaumsjónar. Jafnframt geta nýtt sér þessi afsláttarkjör eigendur íbúða eða eignarhluta í […]

Húsumsjónarmaður til starfa hjá Eignaumsjón

Einar Snorrason hefur verið ráðinn til að annast HÚSUMSJÓN Eignaumsjónar hf., sem er hagnýt lausn við eftirlit og umsjón með sameign húsa og húsfélaga og nýjasti þátturinn í þjónustu fyrirtækisins við eigendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Einar kemur til Eignaumsjónar frá Isavia. Hann er með sveinspróf í húsasmíði og starfaði sem húsasmiður í hátt í áratug. […]

Águsta ráðin sérfræðingur á fjármálasviði Eignaumsjónar

Ágústa Katrín Auðunsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings á fjármálasviði Eignaumsjónar til að efla enn frekar starfsemi félagsins, sem hefur sérhæft sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði og auðvelda störf eigenda og hússtjórna. Ágústa er með MCF – meistaragráðu í […]

Nýr forstöðumaður fasteignasviðs Eignaumsjónar

Sigurbjörg Leifsdóttir hefur verið ráðin til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun fasteignasviðs Eignaumsjónar hf., en félagið hefur sérhæft sig í rekstri fjöleignahúsa, húsfélaga og rekstrarfélaga hátt í tvo áratugi, ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu við leigufélög varðandi rekstrar- og leiguumsjón. Sigurbjörg lauk viðskiptafræðiprófi, Cand Oceon, af fjármálasviði Háskóla íslands árið 1995. […]