Entries by arni

,

Ágústa Katrín nýr forstöðumaður fjármálasviðs Eignaumsjónar

Ágústa Katrín Auðunsdóttir hefur tekið við stöðu forstöðumanns fjármálasviðs Eignaumsjónar hf. af Gunnari Pétri Garðarssyni, sem látið hefur af störfum. Ágústa hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði Eignaumsjónar sl. tvö ár. Hún er því öllum hnútum kunnug við að leiða fjármálasvið félagsins, uppbyggingu þess og þróun. Ágústa er með MCF meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá […]

,

Er sameignin munaðarlaus?

Vanda þarf til verka við rekstur atvinnuhúsnæðis eins og annarra fjöleignarhúsa en oft vill það brenna við, sérstaklega  í húsum með dreifðu eignarhaldi að sameignin verði hálf munaðarlaus. Þegar Eignaumsjón tekur við rekstri og umsjón atvinnuhúsnæðis þarf oft að byrja á að vinda ofan af ýmiskonar  vandamálum og fjármálaóreiðu.  Dæmi eru um félög með umtalsverðar […]

,

Lærdómsríkt ferli

Skrifstofa Eignaumsjónar annast nú alla þjónustu við viðskiptavini Húsastoðar, í samræmi við gildandi þjónustusamninga, eftir að Eignaumsjón hf.  keypti Húsastoð ehf., dótturfélag PwC, um miðjan apríl 2019. „Við erum á lokasprettinum þessa dagana við að koma húsfélögum sem eru í viðskiptum við Húsastoð inn í okkar verk- og umsjónarkerfi. Þetta hefur verið nokkuð tímafrekt en […]

,

Allur viðgerðarkostnaður vegna lagna er sameiginlegur

Húsfélögum ber að greiða allan kostnað sem hlýst af viðgerðum vegna bilaðra lagna samkvæmt úrskurði Kærunefndar húsamála frá í fyrra. Vegna ágreinings um skiptingu kostnaðar vegna tjóns í 24 íbúða húsfélagi leitaði íbúðareigandi á 1. hæð til nefndarinnar. Um var að ræða tjón af völdum leka í útvegg baðherbergis viðkomandi íbúðareiganda, sem reyndist vera frá […]

,

Unnið að aðlögun erlendra vistvottunarkerfa fyrir byggingar að íslenskum aðstæðum

Grænni byggð, sem er vettvangur um vistvæna þróun byggðar sem Eignaumsjón hefur gengið til liðs við, stóð í morgun fyrir vel sóttum fundi um Svansvottun bygginga í samstarfi við Umhverfisstofunun. Svanurinn hefur þróað umhverfisviðmið fyrir byggingar og hafa tvær íslenskar byggingar þegar fengið umhverfisvottun Svansins, fjölbýlishús IKEA og einbýlihús Finns Sveinssonar og Þórdísar Jónu Hrafnkelsdóttur, […]

,

Sigríður Lára ráðin sérfræðingur á fjármálasviði Eignaumsjónar

Sigríður Lára Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings á fjármálasviði Eignaumsjónar vegna aukinna umsvifa í starfsemi félagsins, sem er sérhæft í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög. Sigríður Lára mun sinna jöfnum höndum þjónustu við ört vaxandi viðskiptavinahóp Eignaumsjónar og greiningavinnu fyrir stjórnendur. Sigríður Lára er með B.Sc gráðu frá Háskóla Íslands í viðskiptafræði af […]

,

Skammtímaleiga íbúða í fjölbýlishúsum

Um árabil hefur verið deilt um hvort íbúðaeigendur í fjölbýlishúsum megi leigja út eignir sínar í Airbnb gistingu, án samþykkis annarra íbúðaeigenda í húsinu og hafa ágreiningsmál um þetta farið fyrir bæði Kærunefnd húsamála og dómstóla. Kærunefnd húsamála komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að ónæði sem umferð leigutaka í og úr húsi valdi á […]

,

Betri kjör í krafti stærðarinnar

Eignaumsjón er með samninga við fjölmarga þjónustuaðila og birgja sem geta skilað viðskiptavinum félagsins umtalsverðum afslætti, s.s. hjá ræsingafyrirtækjum, öryggisfyrirtækjum, orkusölufyrirtæki, lögfræðiþjónustu, iðnfyrirtækjum og fleiri þjónustufyrirtæki. „Allt er þetta gert til að lækka kostnað og skila bæði húsfélögum og íbúunum sparnaði í daglegri þjónustu svo um munar í krafti markaðsstærðar okkar,“ segir Páll Þór Ármann, […]

,

Útidyr í fjöleignarhúsi eru sameign allra

Útidyr í fjöleignarhúsum falla undir sameign og ekki verður séð að lög geri undantekningu þótt eigendur hafi ekki allir nýtingarmöguleika á þeim. Þetta er niðurstaða Kærunefndar húsamála í ágreiningsmáli sem reis fyrir nokkrum árum vegna skiptingar kostnaðar við endurnýjun og viðhald útidyra í fimm íbúða fjöleignarhúsi. Ágreiningurinn kom upp vegna uppgjörs á viðgerðarkostnaði í fimm […]

,

Vel á fjórða hundrað aðalfundir frá áramótum

Alls er búið er að halda 331 aðalfund frá ármótum til dagsins í dag hjá hús- og rekstrarfélögum sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón og einungis eftir að halda örfáa fundi, en samkvæmt 59. grein laga um fjöleignarhús skal halda aðalfundi húsfélaga fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. „Aðalfundatíminn er ávallt áhugaverður, enda gefst þá tækifæri […]