Entries by arni

Staða aðalfunda húsfélaga hjá Eignaumsjón

Um nýliðin mánaðamót var búið að halda á fimmta hundrað stofn-, hús- og aðalfundi húsfélaga í þjónustu hjá Eignaumsjón. Þar af var búið að halda um 300 fundi áður en gripið var til þess ráðs í mars 2020 að fresta fundum í kjölfar samkomubanns vegna kórónaveirufaraldursins. Fundahöld hófust að nýju þegar slakað var á samkomubanninu […]

,

Um reiðhjól í fjölbýlishúsum

Stóraukin reiðhjólaeign og almennari notkun þeirra allt árið um kring kallar gjarnan á skýrari reglur í fjölbýlishúsum um hvernig haga skuli geymslu og frágangi hjóla, bæði í og á sameign viðkomandi húsfélags. Fjöleignarhúsalögin gera ráð fyrir því að húsreglur séu settar í fjölbýlishúsum. Samkvæmt lögunum hvílir sú skylda á stjórn húsfélags að leggja fyrir húsfund […]

Lögum um fjöleignarhús breytt til að liðka fyrir rafbílavæðingu

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um fjöleignarhús sem hafa það að markmiði að auðvelda uppsetningu á hleðslubúnaði fyrir rafbíla í fjöleignarhúsum og liðka þannig fyrir rafbílavæðingu í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti í samgöngum. Með lagabreytingunni, sem samþykkt var á dögunum og tekur þegar gildi, var bætt inn fjórum nýjum greinum (33.a – […]

Nýr bókari hjá fjármálasviði Eignaumsjónar

Áslaug Björnsdóttir hefur verið ráðin bókhaldsfulltrúi hjá fjármálasviði Eignaumsjónar og hefur hún þegar tekið til starfa. Áslaug er með MBA próf frá Háskóla Íslands og B.Ed. grunnskólakennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk námi til viðurkennds bókara hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum (NTV) og er einnig með skrifstofu- og bókhaldsnám frá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Áslaug vann […]

Enn betri afsláttarkjör á raforku fyrir viðskiptavini Eignaumsjónar

Endurnýjað samkomulag Eignaumsjónar og HS Orku tryggir að viðskiptavinir Eignaumsjónar – í krafti stærðar og umsvifa félagsins – njóti betri kjara en almennt bjóðast á raforkumarkaði við kaup á raforku frá HS Orku. Samkomulagið nær sem fyrr til raforkunotkunar í sameignum allra húsfélaga sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón og felur í sér fastan afslátt […]

Meira um innbrot í geymslur fjölbýlishúsa

Í hópi viðskiptavina Eignaumsjónar hefur orðið vart við fjölgun innbrota í fjölbýlishús, aðallega þá í geymslur. Oftar en ekki má þó ætla að þessi innbrot séu að valda meira tjóni á eignum heldur en þjófurinn eða þjófarnir hafa upp úr krafsinu. Svo virðist sem leiðir hinna óvelkomnu einstaklinga inn í húsin séu oft í gegnum […]

Nýr bókhaldsfulltrúi hjá Eignaumsjón

Brynhildur Pétursdóttir er nýr bókhaldsfulltrúi hjá fjármálasviði Eignaumsjónar. Hún hefur þegar hafið störf hjá fyrirtækinu. Áður en Brynhildur kom til Eignaumsjónar vann hún sem bókari, launafulltrúi og sérfræðingur hjá Elju starfsmannaþjónustu. Þar á undan starfaði hún hjá Artic Adventures, sem skrifstofustjóri, launafulltrúi og bókari. Einnig vann hún sem bókari hjá WOW air og þar áður […]

Má ekki leggja vörubíl fyrir utan fjölbýli

Fréttablaðið greinir í dag frá því að kærunefnd húsamála hafi hafnað því að eigandi 16 tonna vörubifreiðar megi leggja henni í sameiginlegt bílastæði 18 íbúða fjölbýlishúss, sem mun vera í Hafnarfirði samkvæmt upplýsingum blaðsins. Jafnframt hafi verið óheimilt að stækka umrætt bílastæði án samþykkis og leyfis annarra eigenda. Í úrskurði kærunefndarinnar, sem birtur var 20. […]

,

Breyta þarf fjöleignarhúsalögum til að efla getu húsfélaga til viðhalds fasteigna

Áhrif kórónafarsóttarinnar eru víðtæk á líf fólks, bæði afkomu, lífsgæði og framtíð. Að okkar mati, sem höfum annast rekstur húsfélaga íbúðar- og atvinnuhúsa í 20 ár, er viðbúið að þetta ástand geti líka leitt til verra ásigkomulags fasteigna og þar með eignarýrnunar almennings, ef nauðsynlegu viðhaldi fasteigna verður slegið á frest vegna fjárskorts. Því hvetjum […]

Fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna húsfundi eða undirskriftir

Eftir tilslakanir á samkomubanni vegna Covid 19 er á ný byrjað að halda hús- og aðalfundi húsfélaga sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón. Stefnt var að því að nýta fjarfundatækni og rafrænar undirskriftir til að auðvelda framkvæmd funda en fallið hefur verið frá þeim áformum eftir að félagsmálaráðuneytið úrskurðaði að fjöleignarhúsalögin heimili ekki slíka framkvæmd. […]