Um 90 aðalfundum húsfélaga ólokið

Undirbúningur er nú kominn á fullt skrið hjá fundateymi Eignaumsjónar til að ljúka aðalfundum hús- og atvinnufélaga sem þurfti að seinka fyrr á árinu vegna Covid 19. Fundirnir verða ýmist haldnir í tveimur rúmgóðum fundarsölum í húsakynnum Eignaumsjónar á Suðurlandsbraut 30 eða úti í bæ í fundarsölum nærri viðkomandi húsfélögum.

 Um 90 aðalfundum er nú ólokið hjá félögum í þjónustu Eignaumsjónar. Fyrirspurnir hafa þegar verið sendar á stjórnir um hvenær viðkomandi félögum henti að halda sína aðalfundi í september eða október, sem er í samræmi við tilmæli félagsmálaráðuneytisins frá í vor um framkvæmd aðalfunda húsfélaga í fjöleignarhúsum í samkomubanni.

Formenn húsfélaga sem eiga eftir að halda fund eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við þjónustuver Eignaumsjónar til að fastsetja fundartíma. Hægt er að senda tölvupóst á thjonusta@eignaumsjon.is, hafa samband í netspjalli á www.eignaumsjon.is eða hringja í síma 585-4800.

 Tryggjum 2ja metra reglu og sóttvarnir

Í fundarsölum Eignaumsjónar á Suðurlandsbraut 30 er hægt að halda fundi fyrir félög með allt að 25-30 íbúðum/einingum, í samræmi við öryggisráðstafanir vegna Covid 19. Báðir salirnir eru á jarðhæð og gengið beint inn í þá. Inngangur í Grensás er að framanverðu, austan við inngang að skrifstofu Eignaumsjónar en gengið er inn í Reykjaborg á bakhlið hússins, um hurð sem er í portinu aftan við aðalinngang. Vegna sóttvarnarsjónarmiða er æskilegt að fundargestir fari beint í sinn fundarsal, án viðkomu á skrifstofu Eignaumsjónar.

Stærri aðalfundir verða haldnir úti í bæ, í fundarsölum þar sem hægt verður að framfylgja sóttvarnarfyrirmælum. Jafnframt verður reynt að halda fundina sem næst viðkomandi húsfélögum.

Á fimmta hundrað fundum lokið á fyrri hluta ársins

Á fyrri helmingi ársins var búið að halda vel á fimmta hundrað stofn-, hús- og aðalfundi húsfélaga í þjónustu hjá Eignaumsjón. Þar af var búið að halda um 300 fundi áður en samkomubann vegna Covid 19 var sett á í mars. Fundahöld hófust að nýju þegar slakað var á samkomubanni í byrjun maí og voru haldnir á annað hundrað fundir fram að sumarfríum í júlí, fyrst og fremst hjá félögum þar sem þörf var á ákvarðanatöku vegna viðhaldsframkvæmda.