Nýr bókari hjá fjármálasviði Eignaumsjónar

Áslaug Björnsdóttir hefur verið ráðin bókhaldsfulltrúi hjá fjármálasviði Eignaumsjónar og hefur hún þegar tekið til starfa.

Áslaug er með MBA próf frá Háskóla Íslands og B.Ed. grunnskólakennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands. Hún lauk námi til viðurkennds bókara hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum (NTV) og er einnig með skrifstofu- og bókhaldsnám frá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni.

Áslaug vann m.a. sem Tímon ráðgjafi hjá Trackwell og aðalbókari hjá GCM Advisory hf. og Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, ásamt grunnskólakennslu, áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón.

Um Eignaumsjón

Eignaumsjón sérhæfir sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með það að markmiði að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra.