Nýr bókhaldsfulltrúi hjá Eignaumsjón

Brynhildur Pétursdóttir er nýr bókhaldsfulltrúi hjá fjármálasviði Eignaumsjónar. Hún hefur þegar hafið störf hjá fyrirtækinu.

Áður en Brynhildur kom til Eignaumsjónar vann hún sem bókari, launafulltrúi og sérfræðingur hjá Elju starfsmannaþjónustu. Þar á undan starfaði hún hjá Artic Adventures, sem skrifstofustjóri, launafulltrúi og bókari. Einnig vann hún sem bókari hjá WOW air og þar áður Iceland Express.

Brynhildur hefur lokið háskólagátt frá Háskólanum á Bifröst og bókhaldsnámi frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum (NTV). Þá hefur hún lagt stund á nám í arkitektúr við LSU – Louisiana State University í Bandaríkjunum og list- og hönnunarnám við Iðnskólann í Hafnarfirði.

Um Eignaumsjón

Eignaumsjón sérhæfir sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með það að markmiði að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra.