Nýr innheimtufulltrúi hjá fjármálasviði Eignaumsjónar

Sigrún Finnsdóttir hefur verið ráðin innheimtufulltrúi hjá fjármálasviði Eignaumsjónar og sinnir hún útsendingum á mánaðarlegum húsgjöldum, sér- og framkvæmdainnheimtu, upplýsingagjöf varðandi innheimtu og fleiru.

Sigrún starfaði hjá Arion banka og forverum hans í tvo áratugi, m.a. sem sérfræðingur á fjármálasviði, áður en hún kom til starfa hjá Eignaumsjón í ársbyrjun 2020. Áður vann hún m.a. hjá Lögmál lögmannsstofu, Sameinaða lífeyrissjóðnum og Gjaldskilum, innheimtustofu lögmanna. Sigrún er með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Um Eignaumsjón

Eignaumsjón sérhæfir sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með það að markmiði að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra. Starfsmenn Eignaumsjónar eru nú 24 talsins, þar af eru 11 starfandi hjá fjármálasviði félagsins.