Róbert Ingi ráðinn sérfræðingur á fjármálasviði Eignaumsjónar

Róbert Ingi Richardsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings á fjármálasviði Eignaumsjónar og hóf hann störf í ársbyrjun 2020.

Róbert Ingi sinnir m.a. stýringu fjármuna viðskiptavina Eignaumsjónar í samvinnu við fjármálastjóra, gerð kostnaðar- og innheimtuáætlana, framkvæmdauppgjör og fjármálagreiningar ásamt samskiptum við þjónustuaðila og fleiri.

Róbert Ingi er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðaviðskipti frá Háskólanum í Reykjavík. Hann kemur til Eignaumsjónar frá Sixt bílaleigu þar sem hann var tekjustjóri. Þar áður starfaði hann hjá Íbúðalánasjóði sem ráðgjafi/lánafulltrúi á einstaklingssviði og einnig hefur hann m.a. unnið hjá Arion verðbréfavörslu og Tal.

Um Eignaumsjón

Eignaumsjón sérhæfir sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög atvinnuhúsnæðis með það að markmiði að gera rekstur fasteigna bæði markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði til eigenda og hússtjórna og auðvelda störf þeirra. Starfsmenn Eignaumsjónar eru nú 24 talsins, þar af eru 11 starfandi hjá fjármálasviði félagsins.