Þjónustusamningur við Securitas

Eignaumsjón hf. og öryggisfyrirtækið Securitas hf. hafa gert með sér þjónustusamning sem felur í sér bætt kjör og aukna þjónustu á sviði öryggismála til viðskiptavina Eignaumsjónar.

Þjónusta sem samningurinn nær til er m.a. fjargæsla brunakerfa og innbrotakerfa, útkallsþjónusta, reglubundin skoðun búnaðar, prófun og viðhald öryggisbúnaðar, slökkvitækjaþjónusta tækniþjónustu og tæknileg ráðgjöf.

Við hjá Eignaumsjón bindum miklar vonir við að samningurinn bæti enn frekar þjónustu okkar við rekstur húsfélaga og rekstrarfélaga.