Þjónustusamningur við Lögborg

Eignaumsjón hf. og lögfræðistofan Lögborg ehf. hafa gert með sér þjónustusamning um að Lögborg annist lögfræðiþjónustu til viðskiptavina Eignaumsjónar.

Lögborg mun því framvegis veita viðskiptavinum Eignaumsjónar lögfræðiaðstoð í málum sem tengjast húsfélögum og rekstrarfélögum um fasteignir. Helstu verkefni sem koma til kasta lögfræðiþjónustunnar tengjast innheimtu húsfélags- og framkvæmdagjalda, ágreiningsmálum innan húsfélaga, húsaleigumálum, fasteignakaupum, samningum við verktaka og málum vegna byggingargalla. Samkvæmt samningnum er veittur 25% afsláttur af verðskrá Lögborgar.

Við hjá Eignaumsjón bindum miklar vonir við viðskiptavinir okkar nýti sér þjónustusamninginn en samningurinn er kærkomin viðbót við sérfræðiþjónustu okkar í rekstri og umsjón húsfélaga og rekstrarfélaga um fasteignir.