Águsta ráðin sérfræðingur á fjármálasviði Eignaumsjónar

Ágústa Katrín Auðunsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings á fjármálasviði Eignaumsjónar til að efla enn frekar starfsemi félagsins, sem hefur sérhæft sig í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög með það að markmiði að gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði og auðvelda störf eigenda og hússtjórna.

Ágústa er með MCF – meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og BSc – gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á reikningshald. Hún kemur til Eignaumsjónar frá Nordic Visitor, þar sem hún sinnti einnig sérfræðistörfum á fjármálasviði. Þar á undan var hún bókhaldsfulltrúi hjá Lyfju.

Fjármálasvið er eitt þriggja meginstarfssviða Eignaumsjónar og mun Ágústa jöfnum höndum sinna þjónustu við ört fjölgandi viðskiptavinahóp félagsins og greiningarvinnu til stjórnenda.