Nýr forstöðumaður fasteignasviðs Eignaumsjónar

Sigurbjörg Leifsdóttir hefur verið ráðin til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun fasteignasviðs Eignaumsjónar hf., en félagið hefur sérhæft sig í rekstri fjöleignahúsa, húsfélaga og rekstrarfélaga hátt í tvo áratugi, ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu við leigufélög varðandi rekstrar- og leiguumsjón.
Sigurbjörg lauk viðskiptafræðiprófi, Cand Oceon, af fjármálasviði Háskóla íslands árið 1995. Hún kemur til Eignaumsjónar frá Lýsingu hf. þar sem hún starfaði í 18 ár, m.a. sem rekstrarstjóri, framkvæmdastjóri eignaumsýslu og innheimtu og forstöðumaður eignaumsýslu.
Fasteignasvið Eignaumsjónar er eitt þriggja meginstarfssviða félagsins og verður Sigurbjörg ábyrg fyrir resktri og umsjón fasteignaþjónustu félagsins, sem í vaxandi mæli annast rekstur atvinnuhúsnæðis í þágu viðskiptavina félagsins, að hluta eða öllu leyti, auk þess sem sviðið fer með framkvæmdastjórn fyrir ýmis rekstrarfélög sem nýta sér þessa þjónustu Eignaumsjónar.