Ný heimasíða Eignaumsjónar

Eignaumsjón hefur nú tekið í notkun nýja heimasíðu. Þar er að finna allar upplýsingar um þjónustu okkar. Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í umsjón hús- og rekstrarfélaga á Íslandi. Einnig hefur Eignaumsjón byggt upp skilvirka verkferla sem nýtast fjölmörgum leigufélögum.

Fyrir utan allar upplýsingar um okkar þjónustu er á heimsíðunni hægt að nálgast ýmis almenn og gagnleg gögn um rekstur og stjórnun félaga sem byggja á lögum um fjöleignarhús. Má þar nefna lögin sjálf, réttindi og skyldur í fjöleignarhúsum, tengla inn á kærunefndir húsamála og þá úrskurði sem þar er að finna.

Efst í hægra horni heimasíðunnar má finna hnapp inn á „Mínar síður“. Þar mun húsfélögum sem eru í þjónustu hjá Eignaumsjón geta nálgast ýmsar grunnupplýsingar sem tengjast húsfélaginu, s.s. fundargerðir, eignaskiptayfirlýsingu, tryggingaskírteini og önnur sameiginleg gögn félagsins. Stefnt er að því að „Mínar síður“ opni fyrir lok þessa árs.

Það er von okkar að með nýrri heimasíðu verði hægt að nálgast upplýsingar um okkur og þjónustu okkar á aðgengilegri hátt.