Umsjón rekstrarfélaga

 

Vanda þarf til verka við rekstur atvinnuhúsnæðis eins og annarra fjöleignarhúsa. Eignaumsjón býður eigendum og leigjendum umsjón rekstrar- og húsfélaga í atvinnuhúsnæði. Þjónusta Eignaumsjónar byggir á áralangri reynslu, hlutleysi og faglegri aðkomu við allan rekstur,  stjórnun og samskipti eigenda og leigjenda.

Rekstrarfélög geta verið með ýmsu sniði, félög um rekstur sameignar og snúa eingöngu að notendum/leigjendum húsnæðis, félög sem snúa bæði að eigendum og notendum og síðan rekstrarfélög og húsfélög sem eingöngu snúa að eigendum í atvinnuhúsnæði. 

Umsjón rekstrarfélaga og félaga í atvinnuhúsnæði  er með svipuðu sniði og með umsjón almennra húsafélaga. Eignaumsjón sér um innheimtu, greiðslur reikninga og bókhald rekstrarfélagsins og gerir ársreikning. Einnig veitir Eignaumsjón ráðgjöf þegar vafa- og deilumál koma upp og þá getur skipt sköpum að hafa hlutlausan aðila við lausn slíkra mála.

Síðast en ekki síst sér Eignaumsjón um aðalfundi félagsins, undirbúning, fundarboð, fundarstjórn og frágang funda með fundargerð.

Í boði eru tvær mismunandi þjónustuleiðir í rekstri rekstrarfélaga:

Þjónustuleið A1

Umsjón með bókhaldi og fjármálum rekstrarfélags, þ.m.t. innheimtu, greiðslu reikninga, færslu bókhalds, gerð ársreiknings og undirbúnings fyrir aðalfund.

Þjónustuleið A2

Stjórnun félags, húsvarsla og ræstingar, samskipti við félagsmenn og stjórn, umsjón með bókhaldi og fjármálum rekstrarfélags, þ.m.t. innheimtu, greiðslu reikninga, færslu bókhalds, gerð ársreiknings og undirbúnings fyrir aðalfund.

 

 Senda fyrirspurn

Umsagnir

 • Aðkoma Eignaumsjónar hefur komið stöðugleika á okkar litla húsfélag. Ákveðin formlegheit þeirra hafa gert það að verkum að stjórnin er nú starfhæf, unnið er eftir góðri rekstraráætlun og dagleg umsjón er í góðum farvegi.
  Skoða nánar
 • Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald,
  málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Það að fá Eignaumsjón til að sjá um
  húsfélagið hefur breytt öllu..
  Skoða nánar
 • Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar
  mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að
  gjaldkera..
  Skoða nánar
 • Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Hjá okkur var staðan ekki slæm, hússjóður í
  þokkalegum málum en nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt. Okkur
  fannst ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda..
  Skoða nánar
Copyright (c) Eignaumsjón hf 2014. Vefhönnun: VEFHEIMAR