Umsjón leigufélaga

Eignaumsjón sérhæfir sig í umsjón leigufélaga og leiguhúsnæðis fyrir eigendur fasteigna hvort sem um íbúðar- eða atvinnuhúsnæði er að ræða.

Eignaumsjón býður samstarfsaðilum sínum á sviði leiguumsjónar uppá sérhannað innheimtuferli vegna húsaleigu. Þeir sem fást við að leigja út húsnæði þekkja og vita hversu viðkvæmur reksturinn er ef leigutekjur skila sér seint eða jafnvel alls ekki. Þess vegna hefur Eignaumsjón tryggt sér aðgang að hagnýtu kerfi sem á að bæta utanumhald og eftirlit með að leigutekjur skili sér. Með kerfinu er mun þéttara aðhald með þeim sem ekki greiða á tilsettum tíma.

Markmið okkar með leiguumsjón er að auðvelda fasteignaeigendum útleigu fasteigna og rekstur þeirra og hámarka arð eignarinnar.

Innifalið í umsjón leiguhúsnæðis eru eftirfarandi þættir, allt eftir hversu langt aðilar vilja ganga í leiguumsjón: 

 • Gerð leigusamninga
 • Áreiðanleikakönnun, tryggingar
 • Reikningagerð og innheimta leigutekna - skilvirk eftirfylgni innheimtu, sérsniðin að þörfum leigusala
 • Samskipti og upplýsingagjöf gagnvart leigutaka
 • Umsjón og eftirlit með eignum
 • Greiðsluumsjón og bókhald leigufélags
 • Rekstrarleg umsjón

Senda fyrirspurn

Umsagnir

 • Aðkoma Eignaumsjónar hefur komið stöðugleika á okkar litla húsfélag. Ákveðin formlegheit þeirra hafa gert það að verkum að stjórnin er nú starfhæf, unnið er eftir góðri rekstraráætlun og dagleg umsjón er í góðum farvegi.
  Skoða nánar
 • Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald,
  málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Það að fá Eignaumsjón til að sjá um
  húsfélagið hefur breytt öllu..
  Skoða nánar
 • Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar
  mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að
  gjaldkera..
  Skoða nánar
 • Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Hjá okkur var staðan ekki slæm, hússjóður í
  þokkalegum málum en nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt. Okkur
  fannst ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda..
  Skoða nánar
Copyright (c) Eignaumsjón hf 2014. Vefhönnun: VEFHEIMAR