Umsjón húsfélaga

 

Allir sem hafa setið í stjórnum húsfélaga vita að störf stjórnarmanna eru krefjandi og oft vanmetin hvað varðar vinnuframlag, umfang og ábyrgð. Rekstur húsfélags krefst vandvirkni og er viðkvæmur fyrir gagnrýni félagsmanna. Eignaumsjón hefur sérhæft sig í rekstri húsfélaga og býr yfir mikilli sérþekkingu á þessu sviði.

Bókhald og fjármál

Eignaumsjón sér um innheimtu og bókhald húsfélagsins, sækir um endurgreiðslu virðisaukaskatts og veitir ráðgjöf þegar vafa- og deilumál koma upp í húsfélögum en þá getur skipt sköpum að hafa hlutlausan aðila. Það stuðlar oftast að betri og hreinskiptnari samskiptum íbúa.

Umsjón húsfélaga felst m.a. í innheimtu allra gjalda, umsjón með öllum greiðslum á vegum húsfélags, færslu bókhalds og gerð ársreikninga. Við veitum ráðgjöf um allan rekstur húsfélagsins og leitum hagkvæmustu leiða við reksturinn hverju sinni. Eignaumsjón sér um samninga um afsláttarkjör sem geta sparað húsfélögum og íbúum þeirra verulegar fjárhæðir.

Húsfélagsfundir

Það er oft vanmetið hve mikill tími og vinna fara í að halda utan um fundi.Við tökum að okkur að sjá um aðalfundi, undirbúning, fundarboð, fundarstjórn og frágang reikninga fyrir fundi.

Þjónusta við húsfélag

Við útvegum iðnaðarmenn og sjáum um samskipti við þá, aðstoðum við tryggingamál, öflum tilboða í þrif á sameign, bílageymslu og umsjón með lóð. Við eigum samskipti við íbúa og leysum minniháttar vandamál, komum með tillögur að hússjóðs- og framkvæmdagjöldum, aðstoðum við gerð yfirlýsinga um stöðu seljanda hjá húsfélaginu við fasteignaviðskipti og margt fleira.

Eignamiðlun býður upp á þrjár mismunandi þjónustuleiðir í rekstri húsfélaga:

 

Þjónustuleið 1

Þjónustuleið 2

Þjónustuleið 3

Bókhald og fjármál

Húsfélagsfundir

 

Þjónusta við húsfélag

 

  

 

Senda fyrirspurn

Umsagnir

 • Aðkoma Eignaumsjónar hefur komið stöðugleika á okkar litla húsfélag. Ákveðin formlegheit þeirra hafa gert það að verkum að stjórnin er nú starfhæf, unnið er eftir góðri rekstraráætlun og dagleg umsjón er í góðum farvegi.
  Skoða nánar
 • Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald,
  málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Það að fá Eignaumsjón til að sjá um
  húsfélagið hefur breytt öllu..
  Skoða nánar
 • Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar
  mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að
  gjaldkera..
  Skoða nánar
 • Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Hjá okkur var staðan ekki slæm, hússjóður í
  þokkalegum málum en nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt. Okkur
  fannst ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda..
  Skoða nánar
Copyright (c) Eignaumsjón hf 2014. Vefhönnun: VEFHEIMAR