Greiðsluseðlar á "mínar síður" - lækkun þjónustugjalda

Eins og fram hefur komið þá hefur Eignaumsjón ákveðið að hætta að senda út greiðsluseðla í pósti til eigenda. Var þessi ákvörðun tekin með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi og til að lágmarka umhverfisáhrif vegna prentunar greiðsluseðla. Einnig er þetta gert með sparnað að leiðarljósi fyrir húsfélögin.

Samanlagt er um að ræða sparnað uppá 12 milljónir króna árlega sem viðskiptavinir Eignaumsjónar spara sér með póstburðargjöldum. 

Þessi breyting hefur mælst vel fyrir hjá fasteignaeigendum og mikil og almenn ánægja með þetta skref.

Í framhaldinu höfum við nú lækkað þjónustugjald okkar samninga (sem gerður voru fyrir ágúst 2016) sem nemur póstsendingu greiðsluseðla.

Greiðsluseðlarnir eru nú aðgenglegir á „mínum síðum" þar sem eigendur geta skoðað húsgjaldaseðlana, greiðslusögu sína ásamt öðrum upplýsingum sem tengjast húsfélaginu.
Rétt er að benda á að ef íbúðaeigendur vilja fá greiðsluseðil fyrir húsgjöldum sendan heim þarf að senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 585-4800 og óska sérstaklega eftir því og þá greiða seðilgjald.

Umsagnir

 • Aðkoma Eignaumsjónar hefur komið stöðugleika á okkar litla húsfélag. Ákveðin formlegheit þeirra hafa gert það að verkum að stjórnin er nú starfhæf, unnið er eftir góðri rekstraráætlun og dagleg umsjón er í góðum farvegi.
  Skoða nánar
 • Áður fyrr voru málefni húsfélagsins engan veginn í lagi. Illa var haldið utan um fjármál og bókhald,
  málin voru þokukennd og stundum villandi fyrir eigendur. Það að fá Eignaumsjón til að sjá um
  húsfélagið hefur breytt öllu..
  Skoða nánar
 • Þjónusta Eignaumsjónar er tvímælalaust skilvirk og unnin með faglegum hætti. Þjónustan sparar
  mér mikinn tíma og fyrirhöfn við fjármál og rekstur húsfélagsins. Þetta á við störf sem snúa að
  gjaldkera..
  Skoða nánar
 • Við hófum samstarf við Eignaumsjón árið 2008. Hjá okkur var staðan ekki slæm, hússjóður í
  þokkalegum málum en nokkuð stórt húsfélag þannig að gjaldkerastarfið var fyrirhafnarsamt. Okkur
  fannst ekki ganga að leggja þetta á einn eiganda..
  Skoða nánar
Copyright (c) Eignaumsjón hf 2014. Vefhönnun: VEFHEIMAR